Hefur þörfin minkað svona mikið!!

Hvernig er þetta allt að verða. Er ekki lengur þörf fyrir þessa þjónustu lengur? Ég væri nú glöð ef að svo væri. En þetta er alveg út í hött að fara í lokanir að þessu tagi eins og ástandið er í þjóðfélaginu núna. Er þetta ekki akkúrat það sem að við þurfum að hafa í lagi, þjónusta á geðsviði. Hvar er hægt að skera niður frekar en á þessu sviði? Það er nú það.  Verður þessu fólki ekki veitt nein þjónusta af neinu tagi, eða hver er hugmyndin með að greiða úr þörfum þessa hóps fólks? Hvar eru lausnirnar á móts við vandann? Ég held að við séum að kalla yfir okkur mikin vanda með þessari lokun. Þetta á eftir að kosta okkur eflaust meira en bara niðurskurð á þessari deild. Mér þykri alltaf verið farið af stað með lokanir án þess að huga að afleiðingum og hvernig á þá að takast á við afleiðingarnar. Eru ráðamenn að gera sér grein fyrir afleiðingum á lokunum að þessu tagi. Sjáið dæmi um lokun skurðdeildar í Keflavík, hvernig væri það ef að lokað yrði skurðdeild á Landsspítalanum, hvaða afleiðingar myndi það hafa fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins? Er líf fólks á landsbyggðinni minna virði en þeirra í höfuðborginni. Þetta er mér óskiljanlegt. Þó að ég viti að það sé verið að skera niður þar líka, þá geta þeir ekki leyft sér að loka svo mikið, eins og þeir eru að gera úti á landi.

Ég er vægast sagt mjög uggandi yfir þessu og ég óska engum þess að þurfa á þessari aðstoð að halda og fá hana ekki. Og ekki öfunda ég þá sem að þurfa að taka þessar erfiðu ákvarðanir.


mbl.is Uppsagnir á geðdeild FSA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband