Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Hvað, hver og hvar ?

Oft velti ég því fyrir mér afhverju fólk hafi þá tilhneyingu að geta ekki unað því að hafa gert mistök, og þá í framhaldi af því að reyna að gera betur. Sem sé læra af mistökum.

Fundurinn góði var með eindæmum á þann veg að forustan hélt að sér höndum að miklu leyti allan tíman á þessum líka svo ágæta fundi. Ef að nefnd voru viss atriði sem að betur máttu fara, var bara reynt að þagga það niður. Og þá spyr maður sig, hvernig er hægt að læra af mistökum ef að þau má ekki ræða ?

Fræðingar komu að málum við okkur á þessum fundi og var þar margt gott og merkilegt að sjá í myndum og ritum. Sýslumaður, veðurfræðingur og jarðfræðingur héldu erindi. Allt var þetta prýðilega sett fram hjá þeim. En það er víst aldrei hægt að segja til um hvað getur gerts undir fjallshlíðum. Það hafa nú kanski ekki fallið snjóflóð hérna, en aurskriður hafa fallið og því er ekki mikið vitað hvernig hægt sé að bregðast við aurskriðum. Engir sérfræðingar í aurskriðum eru til hér á landi. En jarðfræðingar geta sett fram kenningar upp að vissu marki, og er það gott.

Þessi fundur er sá fyrsti með fólkinu í sveitinni, eftir hamfarirnar þann 20 og 21 des síðastliðin. Eitthvað fannst manni maður vera óöruggur þegar hann ringdi. Sennilega þar sem að þessi líka svakalega úrkoma aðfaranótt þann 20. des var þvílík að ég man ekki annað eins. Svo var maður vakin upp með símhringingu frá nágranna mínum um að koma okkur í öruggt skjól þar sem að örskriða hafi fallið á næsta bæ við mig. Ekki gat meður hugsað skírt við þessar aðstæður, og fyrstu viðbrögð var að fara í átt að skriðu til að kanna hvað væri um að vera. Það er auðvitað ekki það gáfulegasta, en við vorum bara ekki að trúa því að þetta væri að gerast. Það féllu skriður beggjavegna í firðinum og því var ekki hægt að komast að manni fannst í öruggt skjól.

Hvernig er hægt að lýsa því betur að maður óttast ýmislegt með því að búa hérna, og vita af þessari hættu. En ég held að hugrekkið sé manninum æðra og því ekki mikið verið að hugsa um þessa hættu meira en aðrar hættur.

En stjórn sveitarinnar mætti nú alveg vera meira með á nótunum. Þá er ég að tala um að bregðast ekki fyrr við og ræða við okkur ábúendur í þessari sveit.

Látum þetta okkur að kenningu verða og deilum reynslu okkar með öðrum, hver veit hvernig almannavarnarkefri landans bregst við næst.

Lifið heil!


Er þetta nú ekki heldur seint ha?

Loksins fékk ég bréf frá sveitinni, en þá þessi hefðbundni póstur sem að er borinn út á laugardögum hérna. Sem sé sveitapósturinn. Það er loksins komið að þessu langþráða fundi fyrir okkur hérna sem að búum í nágrenni við Grænuhlíð. En í Grænuhlíð féll aurskriða 21 des síðastliðinn. Mér þykir þetta allt hafa gengi svo undur hægt með að upplýsa okkur um ástand og fl. hérna á bæ. Kanski vegna þess að engin í sveitastjórn er búandi á svo kölluðu hættu svæði. Maður spyr sig. Allt hefur þetta verið hið undarlegasta mál frá A-Ö. Er það von mín að þekkingar leysi og reynslu leysi verði sett upp á borð og unnið úr því, og því miðlað til landa okkar sem að búa undir fjöllum. Ekki loka þessu máli og setja ofaní skúffu. Sjáum til hvað fundurinn hefur í för með sér, þar sem að fræðingar munu mæta til leiks og segja okkur þeirra mat á aðstæðum og fl. Já og það er víst 7 mars í dag og fyrsti fundur með okkur síðan þessar hamfarir urðu í des á síðasta ári. Pínu lítið skrítið að ekki neinar upplýsingar hafa ekki borist nema þá í sveita póstinum. Engin svo kölluð mannleg samskipti hafa átt sér stað að þeirra hálfu. Nema ef undan er skilið símtal þar sem að aflýst var hættu ástandi, og í kjölfarið teljum við að önnur skriða hafi fallið, annað hvort á sömu klst. eða örlitlu síðar að símtali loknu.  Ég vona að ég fái allavega svör við mínum spurningum, og þá sérstaklega einni þeirra, en hún er, hversu virkt er almannavarnakerfið hjá okkur, og getum við virkilega treyst því að við séum tekin alvarlega þegar við tilkynnum hamfarir sem þessar ?

Lifið heil.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband