Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Hvítblæði

Ár og öld síðan tími hefur gefist til að blogga.

En mikið hefur gengið á í þjóðfélaginu undanfarið, og ekki hefur nú allt farið framhjá mér. Ekki er þó ætlunin að fara út í þá sálma. Eitt þótti mér þó vera gleðilegt og það var þegar frænka mín stofnaði sjóð sem ætlaður er fyrir rannsóknir á hvítblæði. En ég var ekki fyrr búin að gefa í sjóðinn, þegar tvö dauðsföll vegna 2 einstaklinga bar að og báðir fóru þeir úr þessum hræðilega sjúkdómi. Annar ungur og í blóma lífsins og hinn heldri maður. Það hafa 3 karlmenn látist úr þessum sjúkdómi sem að voru tengdir mér og ég man vel eftir. Þar á meðal voru þeir 2 á sama aldri og ég og fóru þeir mjög ungir, annar þeirra dó þegar ég var 14 ára og hin dó þegar ég var um 16-17 ára. Við vorum 2 frænkurnar og 2 frændurnir á sama aldri og þeir báðir farnir héðan og báðir dáið úr sama sjúkdómi. Núna í dag er einn yndislegur frændi minn með hvítblæði og það tekur mig sárt að vita það. Ég vona svo ynnilega að einhvern daginn verði hægt að finna betri leið svo og leið til að lækna þennan hræðilega sjúkdóm.

Ég varð bara að koma þessu frá mér.

Við ættum öll að gefa okkur það að gera þennan daginn þann besta í heimi og gleðja aðra, því að við vitum aldrei hvað morgundagurinn hefur í för með sér.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband