Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Hvernig dettur þér í hug að ....

það séu ekki afleiðingar gerða þinnar.

Lögmáli segir að það sem að þú gerir hafi alltaf afleiðingar, sama hvort það séu slæmar eða góða afleiðingar. 

Mikið er talað um þessa dagana að þessi og þessi hafi gert þetta og hitt og það hafi þau keðjuverkandi áhrif að fleiri dragast inn í þá hringrás. Er það eitthvað lögmál! 

Þegar einstaklingur brýtur af sér gagnvart samfélaginu á einn eða annan hátt, verður hann að taka út sína refsingu, sama hvar hann er staddur i heiminum. Það sem að ég er að segja er að mér þykir skrítið ef að við séum að flytja heim að utan fólk sem að brotið herur af sér í erlendum fangelsum, til þess að taka út dóm sinn hérna á landi. Hversu góð skilaboð eru það til afbrotamanna?

Þú veist það áður enn þú brýtur af þér að ef þú næst áttu augljóslega eftir að taka út refsingu þína í þar til gerðu landi sem brotið var framið í! Hver veit þetta ekki?

Aðbúnaður hérna heima má örugglega líkja við 5 stjörnu hóteli miða við í mörgum öðrum löndum. Hver vill ekki fá að sitja af sér dóma hérna heima!

Því miður eru það samt sem áður ekki eingöngu þeir sem fremja brotin sem að eiga erfitt með að taka því sem að höndum ber þegar þessi staða kemur upp. Þessir einstaklingar eiga fjölskyldur, sumir börn og aðrir eiginkonu, börn og foreldra. Þetta vegur þyngst á þeim, það held ég að sé alveg augljóst. Hvað er til ráða þegar svona staða kemur upp, fyrir aðstandann? Eðlileg viðbrögð væru að gera allt til þess að koma einstaklingnum til bjargar hvað sem það kostar. Allavega myndi ég gera það ef barnið mitt myndi reka sig svo hressilega á í lífinu. 

Ef hægt er að flytja brotamenn/konur til landsins og láta þá/þær taka út refsinguna hérna heima, myndi ég vilja sjá þetta fólk þurfa að taka refsinguna út að hluta í samfélagsþjónustu sem snýr að því er brotið gæti haf áhrif á. Td. þeir sem flytja inn eiturlyf, þeir ættu að þurfa að taka út refsingu eftir fangelsisdóm í samfélagsþjónustu hjá félagasamtömum tengdum því er viðkemur aðstoð fólks sem lent hefur í klóm eiturlyfja. Hluti af launum brota-fólks ætti að renna til stofnanna tengd brotum hverju sinni. 

Það þyrfti svo að vega og meta hversu lengi og hversu mikið af launum fólks færi í tiltekin málaflokk. 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband