Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010

Sól og blíða, en köld gola.

Það er að verða léttar yfir öllu og öllum þar sem sólin er farin að skína. Það eru greinilega góð vítamín í sólinni, sem hressir sálina. Hugur fólks og hugafar virðist breytast með hækkandi sól.

Núna ætti að vera rétti tíminn til að hugsa jákvætt og finna jafnvægið í heild sinni. Sólin er það sem að lyftir manni en golan er það sem heldur manni í jafnvægi til að gleyma ekki því að það er líka til kuldi í kringum mann. Í kuldanum þá er gott að hafa il til að ylja öðrum sem á þurfa að halda.

Afstaðin helgi er búin að vera hreint afbragðs góð, en með þoku sem lét sjá sig í gær en svo létti auðvitað til. Þetta er bara sama mynstur með  veður og líðan fólks oft á tíðum. En það birtir upp um síðir. Látum sumarið verða okkur gott og njótum þess góða í lífi okkar og því góða sem aðrir hafa uppá að bjóða.  Vonandi verður sumarið þér/ykkur gott.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband