Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Sauðburður enn í fullum gangi.

til 17 maí 2007 041Það hefur borið nánast helmingur af fénu. Núna eru ca. eftir 70 gemlingar og ca. 40 ær. Næturvaktirnar eru fjörlegar og eru flestar að bera um 3-7 að nóttu til. Enda gott að hafa nóg að gera á nóttunni þar sem að það hefur verið svolítið kalt á nóttunni. Ekki hefur verið mikið um lambadauða, en mikið af lömbum sem að hafa verið í stærra lagi og því þurft að aðstoða við burð.

Sauðburður hefur sataðið yfir síðan 27 apríl og mun eflaust standa yfir til enda maí byrjun júní.

 


Reykjamökkur í sveitinni

Reykurinn frá Akureyrir, nánar tiltekið frá Krossanesi er kominn inn í fjörð. Vill bara þakka fyrir það að fá reykinn hingað. Ástæðan er sú, að Akureyringar voru ekki par hrifnir að fá reykjarmökk frá bændum vegna sinuelda ekki alls fyrir löngu. 

En það er líka spurning hvað er þetta með Hringrás og elda..........

 


mbl.is Eldur í dekkjum hjá Hringrás á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sauðburðar vaktin í nótt.

Þegar ég vaknaði um hádegi, var eins og ég væri að farast úr þynnku. Sauðburðarvaktin var mjög góð, öll lömb fædd lifandi. Einn gemlingur þurfti aðstoð, þar sem þrír fætur reyndu að koma á sama tíma út. Var þá eitt lambið sem að snéri rétt og annað öfugt. Allt hafðist þetta að lokum, og koma annað lambið rétt enn hitt öfugt. Þetta gerðist líka með aðra rollu, en hún skaut þeim í orðsins fyllstu merkingu út úr sér. Það fæddust nokkur lömb síðustu nótt. Nóttin fór líka í það að færa á milli, sprauta, gefa lyf og marka. Þá er komin tími til að snúa sér að verslunar rekstrinum þennan daginn, og fara svo í sauðargæruna í kvöld og nótt.


Myndbönd á netinu. Áróður. Eitthvað frá Samfylkingunni ?

http://www.youtube.com/watch?v=cbhkj-Pc53E

http://www.youtube.com/watch?v=HmH6KAicylI&mode=related&search=

http://www.youtube.com/watch?v=gmGizPz2MkI&mode=related&search

http://www.youtube.com/watch?v=2ELl5VILI7A&NR=1

http://www.youtube.com/watch?v=t8DHgaqbhbw&NR=1

 


Þá eru kosningar að baki.

Æi hvað það er gott að þetta er afstaðið. Hlýtur að vera mikið spennufall hjá mörgum. En þetta fór nú ekki alveg eins og ég vonaði. Hafði nú áhuga á að sjá stjórnina falla. Vonandi verður Sjálfstæðið skynsamlegt og tekur ekki Framsókn með sér í samstarf. En líklegt er að þeir velji þá með sér ásamt Frjálslindum.

Nýjasti meðlimur fjölskyldunnar 5 ættliðurinn

Litli prinsinn okkar 3 maí 075   Nýjasti meðlimur fjölskyldunnar fæddist 3 maí síðastliðin. Og var það drengur. Hann var einar 15 merkur og 51 cm. Er hann fyrsta ömmu og afa barn, langömmu og langaga barn svo og langalangafa barn. Þannig að það eru komnir einir 5 ættliði hjá okkur. Og er hann afi minn, sem sé langalangafi drengsins er 87 ára að aldri, fæddur 1920.

Langalangafi fæddur 18-11-1920    Afi fæddur 22-01-1948    Amma fædd 03-12-1968  mamma fædd 24-01-1987  

Þess má geta að sá stutti er einnig fæddu á afmælisdegi móður systur sinnar hennar Hilda Freyju fædd 3 maí 1992.


Hvar eru þín lífsgildi í samræmi við stjórnmálaflokkana, ég set hérna inn niðurstöðurnar mínar, endilega skoðið þetta!!

www.xhvad.bifrost.is

 


TAKTU TEST OG SJÁÐU HVAÐA FLOKK ÞÚ VELUR

Hérna er linkur

www.xhvad.bifrost.is

Mín niðurstaða er þessi


Stuðningur við Sjálfstæðisflokk: 37.5%
Stuðningur við Framsóknarflokk: 30%
Stuðningur við Samfylkinguna: 12.5%
Stuðningur við Vinstri-Græna: 75%
Stuðningur við Frjálslynda flokkinn: 37%
Stuðningur við Íslandshreyfinguna: 30%

Skoðanir þínar eru í mestu samræmi við skoðanir Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs!                                                       Aldrei að vita nema þetta sé marktækt

Sjálfstæðisfólk. Er það mottóið í dag að fara í grænt....

Ég er ekki að skilja þessa afstöðu hjá fólki. Á vegi mínum síðustu 2 daga hef ég hitt fólk sem að hefur kosið Sjálfstæðisflokkinn undanfarið í kosningum. En viti menn þeir ætla að kjósa framsókn, og af hverju ??? Jú... til að geta haldið áfram með þeim í meirihluta. HALLÓ er ekki allt í grænum hjá þeim.

Það gefur að skilja að ef þetta er hugarfarið þá er nokkuð ljóst að að þeir bláu verði að lúta fyrir þeim grænu.

Sjálf er ég flokksbundinn og hef verið í allnokkur ár, en ætli ég fari ekki að endurskoða það hér með.


Gulur, rauður, grænn eða blár. Eru allir flokkarnir að gefa sig út fyrir það sama?

Það hefur verið gaman að fylgjast með umræðum í ríkinu undanfarið. Ekki svo að skilja að ég sé nokkuð að skilja allt sem að þarf kemur fram, þar sem að sumir flokkarnir eru með eina stefnu þennan daginn og svo aðra næsta dag. Þetta má kalla umhleypingasama flokka.

Eitthvað hefur mér þótt vanta umræðu um bændastéttina. Aðeins var einn aðili sem að ég hef heyrt í enn sem komið er taka eitt stökk og talaði út frá hjarta bóndans. Sem gefur að skilja þá halda ansi margir í okkar líka sæmilega landi að bóndinn sé að fá greiddar nánast allar þær krónur sem að varan selst á úti í búð. En svo er ekki og þarna vantar að upplýsa samfélagði okkar um hver er að græða á landbúnaðinum. En það er nokkuð ljóst að það eru verslanir sem að fá stóran skerf af kökunni, en bóndinn fær minnst. Ýmindið ykkur að reka gott fjárbú, kosta til fóðurs, lyfjakostnaður, vinnsla á heyi svo og tækja notkun vinnu stundir. Hvað ætli sé verið að leggja út í kostnað án þess að fá nema lítið brot til baka. Af þessu má lesa að litlir sauðfjárbændur geta ekki rekið bú nema að vinna með þeim. Ég held að það þurfi að endurskoða það hver á að fá mest út úr því sem að hann er að gera. Þá verslunarmaðurinn sem að getur lagt eins og honum nánast þóknast á vöruna. Bóndinn sem að hefur mest lítið um þetta að segja, en þarf að leggja óskaplega mikla vinnu á sig til að framleiða gott kjöt.  Dæmi hver fyrir sig. En það vantar upplýsingar til almennings í landinu sem að trúir því statt og stöðugt að það sé bóndanum að kenna að verð sé svo og svo hátt í verslunum.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband