Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Blíða, blíða, bíðan.

Það er búið að vera þvílíka veður blíðan hérna í nokkra daga. Sólin er búin að draga tjöldin frá og brosir sínu blíðasta.

Mikið er af snjó í Hlíðarfjalli og því mætti ætla að mikið vari af fólki á skíðum þar. En á sunnudaginn síðasta var ekki mikið um manninn. Hvað veldur? Voru allir að jafna sig eftir fegurðarsamkeppnina sem haldir var í Sjallanum?

Ég nenni ekki að tala um pólitík, þar sem að ég held að ég yrði bara pirruð ef ég færi út í þá sálma núna.

Ég fór í skírn á sunnudaginn síðasta í Akureyrarkirkju, þar sem verið var að skíra fallegan prins. Það er ekki oft sem að ég legg leið mína í kirkju nú til dags. Allavega hef ég ekki farið oft til kirkju eftir að ég flutti hingað norður eða síðan 1999.

Það gladdi mig samt sem áður að hafa drifið mig í skírn í þessari líka yndislega fallegur kirkju. En mín kirkja ber samt alltaf af. Hvalsneskirkja er ein af fáu steinkirkjum landsins og var hún reist 1887. Þar starfaði ég til nokkurra ára sem meðhjálpari ásamt því að sinna barnastarfi safnaðarins sem að fór fram bæði í barnaskólanum og svo síðar, eða eftir byggingu safnaðarheimilisins fór það fram þar og gerir enn.

Þetta er þakklátasta starf sem að ég hef sinnt ásamt vinnu minni með öldruðum og geðsjúkum.  Ég viðurkenni að ég sakna þess að vinna þessi þakklátu störf og hver veit nema að ég taki upp á því að velja þennan vettvang síðar meir.

Mér er ekki til setunar boðið og læt þetta duga mér í dag og fer og sinni minni líka ágætis vinnu.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband