Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Akureyrarvaka

Þegar að Akureyrarvöku kemur þá finnst mér sumrinu lokið. Skólinn byrjaður og allt að komast í réttar skorður aftur. Margrét var sinn fyrsta alvöru skóladag í dag. En hún mætti með mér í viðtal á föstudaginn síðasta og svo mætti hún í gær í 2 klst. Hún var alveg í skýjunum yfir því að vera byrjuð í skólanum. Hún var samferða vinkonu sinni úr götunni sem að er ári eldri en hún. Þetta var góður dagur fyrir hana. Hún sofnaði um kl. 21 upp við Jón sem að var í tölvunni sinni. Enda alveg búin á því þessi elska.

Góður endir á góðum degi hjá henni.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband