Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

Get ekki setið á mér lengur! Hroki og aftur hroki á þingi!

Þegar maður les um fólk sem hefur tekið sitt eigið líf vegna þess að það sér ekki neina framtíð. Þegar fólk er að framkomið skiptir ekki neinu máli hvort einstaklingurinn sé sonur/dóttir, faðir/móðir einhvers. Þegar fólk fær nóg af lífinu er það ekki að hugsa um fólkið í kringum sig. Hvernig á annað að vera? Þetta er dapurt en staðreynd. Ég er eiginlega í losti eftir að fletta blöðunum í dag og sjá hvað er að gerast í þjóðfélaginu okkar.

Ég er ekki vön að nenna að sitja við imbann og hlusta á pólitíkusa blaðra hvern ofaní annann. En ég gerði það í gær. Eitt skil ég ekki og það er þegar pólitíkusar eins og Bjarni B. lætur, það er eins og Sjálfstæðismenn hafi ekki fengið að koma að neinu því sem hefur verið til umræðu á þingi. Sorry ég bara verð svo reið þegar svona stráklingur reynir að setja ofaní fólk en kemur ekki með neina lausn. Allir eru þingmenn tilbúnir að rakka niður hvorn annan en aldrei heyrist hver lausnin sé. Hverjir voru við stjórnvöld þegar og áður en kreppan skall á? Viljum við fá glæpamennina þá aftur til valda? Ekki ég allavega.

Er ekki komin tími til að þingmenn þessara lands fái að vita hvað það sé að vera atvinnulaus? Þegar fólk hefur ekki reynt á eigin skinni hvernig það sé að missa vinnuna og svo húsið, svo bílinn, svo virðinguna fyrir sjálfum sér og öðrum. Hvað er þá eftir?

Það er ekki til neitt sem heitir samkennd með þessu fólki sem á að hafa gætur á landsmönnum og hag fólksins í landinu.

Núna á að selja allt sem hægt er að selja, og hverjir eru kaupendur? Það skyldi þó ekki vera auðvaldar þessa lands eins og oftar en ekki. Þeir eru meira að segja að hvetja erlenda fjárfesta til að kaupa íbúðir, bíla og fyrirtæki í stórum stíl á spott prís! Hvað er eðlilegt við það?´

Mælirinn minn er löngu fullur, ég hef þurft að horfa uppá margt sem þykir miður og alltaf er það þannig að ef þú átt nóg af peningum þá getur þú stjórnað ýmsu, þetta er það sem ég kalla spillingu í hæstu hæðum. Ég hef heyrt mann segja við annann: þú kippir bara í spottann er það ekki? Og viti menn það var gert nema hvað, því það eru aðeins auðmenn sem geta leyft sér svona nokkuð. En þessir einstaklingar vinna á bak við tjöldin og eru aldrei í framlínunni og því fáum við ekki að vita hverjir þetta eru. Er ekki komin tími til að setja nýjar reglur í kerfið til þess að kerfis karlarnir geti ekki fest sig of vel í sessi og síður verði spilling?

Hvað um að þingmaður megi bara starfa á þingi í mestalagi í 4 ár? Og svo verður hann bara að fara á hinn almenna vinnumarkað til þess að tapa ekki innsæi sínu á hvað sé rétt og hvað sé rangt?

Einnig fólk í æðstu stöðum bankanna og fleiri stofnana ættu ekki að fá að sitja þar nema í 6 ár í mestalagi, því að ef þeir geta búið til sitt eigið far í stólinn þá er alveg ljóst að þeir sinna áfram erindi þeirra sem eiga peningana og fara undan í flæmingi þegar kemur að ´þessu venjulega fólki sem á bara venjuleg hús, venjulegan bíl og venjulegar tekjur!

Það er eins og engan megi styggja, og afhverju ætli það sé? Völd geta reynst hættuleg hættulegu fólki, við erum aldeilis að súpa seiðið af því núna.

Núna tala þingmenn um að við eigum þessar líka fínu auðlyndir, sem er allt gott og blessað. Nema hvað þeir eru búnir að selja alla gullkálfa landsins og vilja selja restina til erlendra fjárfesta. Ég skil ekki alveg hverjum það sé í hag að selja allt sem ríkið hefur átt. Við fólkið í landinu eru ríkið, en það virðist gleymast þegar peningar eru annars vegar. Hugsið ykkur á tímum sem þessum hvað hefði verið hægt að auðvelda landanum ef ríkið hefði átt þau fyrirtæki og eignir sem það átti fyrir nokkrum árum síðan, en voru einkavædd. Og hverjir voru þetta sem fengu á silfurfati eignir ríkisins? Og hverju hefur þetta skilað okkur í dag? Ætlar sama sagan að endurtaka sig, að þeir sem hafa komið peningum undan fái nú að kaupa á silfurfati eignir sem ríkið hefur tekið yfir? Og í sumum tilfellum eftir geðþótta ákvörðun þá fá þeir sömu og settu í þrot fyrirtæki að kaupa þau aftur. Allt svona er þaggað niður.

Lifið HEIL!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband