Get ekki setið á mér lengur! Hroki og aftur hroki á þingi!

Þegar maður les um fólk sem hefur tekið sitt eigið líf vegna þess að það sér ekki neina framtíð. Þegar fólk er að framkomið skiptir ekki neinu máli hvort einstaklingurinn sé sonur/dóttir, faðir/móðir einhvers. Þegar fólk fær nóg af lífinu er það ekki að hugsa um fólkið í kringum sig. Hvernig á annað að vera? Þetta er dapurt en staðreynd. Ég er eiginlega í losti eftir að fletta blöðunum í dag og sjá hvað er að gerast í þjóðfélaginu okkar.

Ég er ekki vön að nenna að sitja við imbann og hlusta á pólitíkusa blaðra hvern ofaní annann. En ég gerði það í gær. Eitt skil ég ekki og það er þegar pólitíkusar eins og Bjarni B. lætur, það er eins og Sjálfstæðismenn hafi ekki fengið að koma að neinu því sem hefur verið til umræðu á þingi. Sorry ég bara verð svo reið þegar svona stráklingur reynir að setja ofaní fólk en kemur ekki með neina lausn. Allir eru þingmenn tilbúnir að rakka niður hvorn annan en aldrei heyrist hver lausnin sé. Hverjir voru við stjórnvöld þegar og áður en kreppan skall á? Viljum við fá glæpamennina þá aftur til valda? Ekki ég allavega.

Er ekki komin tími til að þingmenn þessara lands fái að vita hvað það sé að vera atvinnulaus? Þegar fólk hefur ekki reynt á eigin skinni hvernig það sé að missa vinnuna og svo húsið, svo bílinn, svo virðinguna fyrir sjálfum sér og öðrum. Hvað er þá eftir?

Það er ekki til neitt sem heitir samkennd með þessu fólki sem á að hafa gætur á landsmönnum og hag fólksins í landinu.

Núna á að selja allt sem hægt er að selja, og hverjir eru kaupendur? Það skyldi þó ekki vera auðvaldar þessa lands eins og oftar en ekki. Þeir eru meira að segja að hvetja erlenda fjárfesta til að kaupa íbúðir, bíla og fyrirtæki í stórum stíl á spott prís! Hvað er eðlilegt við það?´

Mælirinn minn er löngu fullur, ég hef þurft að horfa uppá margt sem þykir miður og alltaf er það þannig að ef þú átt nóg af peningum þá getur þú stjórnað ýmsu, þetta er það sem ég kalla spillingu í hæstu hæðum. Ég hef heyrt mann segja við annann: þú kippir bara í spottann er það ekki? Og viti menn það var gert nema hvað, því það eru aðeins auðmenn sem geta leyft sér svona nokkuð. En þessir einstaklingar vinna á bak við tjöldin og eru aldrei í framlínunni og því fáum við ekki að vita hverjir þetta eru. Er ekki komin tími til að setja nýjar reglur í kerfið til þess að kerfis karlarnir geti ekki fest sig of vel í sessi og síður verði spilling?

Hvað um að þingmaður megi bara starfa á þingi í mestalagi í 4 ár? Og svo verður hann bara að fara á hinn almenna vinnumarkað til þess að tapa ekki innsæi sínu á hvað sé rétt og hvað sé rangt?

Einnig fólk í æðstu stöðum bankanna og fleiri stofnana ættu ekki að fá að sitja þar nema í 6 ár í mestalagi, því að ef þeir geta búið til sitt eigið far í stólinn þá er alveg ljóst að þeir sinna áfram erindi þeirra sem eiga peningana og fara undan í flæmingi þegar kemur að ´þessu venjulega fólki sem á bara venjuleg hús, venjulegan bíl og venjulegar tekjur!

Það er eins og engan megi styggja, og afhverju ætli það sé? Völd geta reynst hættuleg hættulegu fólki, við erum aldeilis að súpa seiðið af því núna.

Núna tala þingmenn um að við eigum þessar líka fínu auðlyndir, sem er allt gott og blessað. Nema hvað þeir eru búnir að selja alla gullkálfa landsins og vilja selja restina til erlendra fjárfesta. Ég skil ekki alveg hverjum það sé í hag að selja allt sem ríkið hefur átt. Við fólkið í landinu eru ríkið, en það virðist gleymast þegar peningar eru annars vegar. Hugsið ykkur á tímum sem þessum hvað hefði verið hægt að auðvelda landanum ef ríkið hefði átt þau fyrirtæki og eignir sem það átti fyrir nokkrum árum síðan, en voru einkavædd. Og hverjir voru þetta sem fengu á silfurfati eignir ríkisins? Og hverju hefur þetta skilað okkur í dag? Ætlar sama sagan að endurtaka sig, að þeir sem hafa komið peningum undan fái nú að kaupa á silfurfati eignir sem ríkið hefur tekið yfir? Og í sumum tilfellum eftir geðþótta ákvörðun þá fá þeir sömu og settu í þrot fyrirtæki að kaupa þau aftur. Allt svona er þaggað niður.

Lifið HEIL!


Sól og blíða, en köld gola.

Það er að verða léttar yfir öllu og öllum þar sem sólin er farin að skína. Það eru greinilega góð vítamín í sólinni, sem hressir sálina. Hugur fólks og hugafar virðist breytast með hækkandi sól.

Núna ætti að vera rétti tíminn til að hugsa jákvætt og finna jafnvægið í heild sinni. Sólin er það sem að lyftir manni en golan er það sem heldur manni í jafnvægi til að gleyma ekki því að það er líka til kuldi í kringum mann. Í kuldanum þá er gott að hafa il til að ylja öðrum sem á þurfa að halda.

Afstaðin helgi er búin að vera hreint afbragðs góð, en með þoku sem lét sjá sig í gær en svo létti auðvitað til. Þetta er bara sama mynstur með  veður og líðan fólks oft á tíðum. En það birtir upp um síðir. Látum sumarið verða okkur gott og njótum þess góða í lífi okkar og því góða sem aðrir hafa uppá að bjóða.  Vonandi verður sumarið þér/ykkur gott.


Hversu alvarlegt er ástandið á geðheilsu fólks í dag miðað við sama tíma í fyrra

Maður veltir fyrir sér líðan fólks í dag, sem að hafði það bærilegt fyrir um ári síðan en í dag á það ekki neitt nema skuldir. Ég vill að skoðað verði sjálfsvígi í kjölfar kreppunnar og reynt verði að meta hversu alvarlegt þetta sé. Það eru nokkrir farnir fyrir eigin hendi hérna í kring, eða í kringum kunningja og vini. Myndi ég telja að fólk sem að hefur verið að fara fyrir eigin hendi sé oft á tíðum þeir einstaklingar sem að ég taldi vera sterkar persónur og eiga framtíðina fyrir sér. Þetta er alveg óskiljanlegt, og eflaust ekki mér ætlað að skilja þetta frekar en mörgum öðrum. En ég vill brýna það fyrir prestum og faglærðum aðilum er koma að sáluhjálp fólks að það megi alls ekki sofna á verðinum. Ef einhver tíman hefur verið nauðsynlegt að hafa fræðslu um sjálfsvíg þá er það einmitt núna. Prestar þyrftu að vera duglegri við að auglýsa sig þar sem að ungafólkið okkar og aðrir sem á þurfa að halda hafi auðveldan aðgang að sáluhjálp. Það er alls ekki auðvelt að er virðist að finna auglýstan tíma hjá presti td. Það þyrfti að fá þá til þess að auglýsa símatíma oftar og að það sjáist betur. Sálfræði og geðlæknar þyrftu einnig að bregðast meira við ástandinu sem að er að skapast, með því td. að auglýsa opna tíma til að sjá hvort hægt sé að finna þörfina fyrir hjálp. En það verður að vera gert í sjálfboðavinnu. Margir eiga ekki fyrir mat í dag er þá hægt að ætlast til þess að fólk hafi efni á sálfræði aðstoð. Allir verða að leggjast á eitt til þess að komast að því hvaða þörf sé fyrir aðstoð til einstaklinga þarna úti sem að geta lítið annað gert að því er virðist en tekið sitt eigið líf. Þetta mál á að varða okkur öll og við verðum að leggjast á eitt að hjálpa náunganum og láta náungakærleikann njóta sín á þessum tíma sem að engin veit hvað snýr upp og hvað snýr niður.
Verum til taks ef einhver þarf á okkur að halda, það á ekki að þurfa að greiða það dýrum dómi.

Er Eva Joly búin að fá nóg af aðgerðaleysi yfirvalda um stöðu Valtýs?

Mikið er ég orðin þreytt á að lesa trekk í trekk um þvermóðsku Valtýs. Afhverju heldur hann að hann megi ekki missa sín á meðan rannsókn stendur? Hefur einn maður virkilega svo mikið álit á sjálfum sér að hann geti ekki séð sóma sinn í því að víkja um hríð á meðan á rannsókn stendur. Fólk þarf ekki að vera slæmt þó svo að það þurfi að víkja í einhvern tiltekin tíma, þetta er örugglega prýðis maður. En álit mitt á fólki sem að getur ekki tekið réttar ákvarðanir og hugsar bara um sitt eigið EGÓ þykir mér vera aftarlega á merinni í vinsældum hjá mér. Ef Eva Joly þykir mikilvægt að hann víki á meðan á rannsókn standi, þá þætti mér það ekki til of mikils ætlast að hann færi frá á meðan á rannsókn stæði. Það er svo skrítið að það megi ekki hrófla við einu eða neinu öðruvísi en að fólki finnist á það ráðist og að því þyki allt svo ósanngjarnt þegar kemur að því sjálfu að þurfa að lúta sömu réttindum og aðrir þjóðfélags þegnar landsins. Álit á fólki fer dvínandi á okkar landi, á því leikur engin vafi, og sér í lagi þegar hátt settir embættismenn sjá ekki sólina fyrir sjálfum sér. Engin er svo góður að hann sé ómissandi um stund. Allt hefur tekið svo langan tíma að manni finnst maður bara hreinlega vera stopp í tíma og rúmi. Allir þurfa að víkja frá í hinum og þessum embættum til þess að hægt verði að taka hlutlausa afstöðu í málum er viðkoma þessu skelfilega hruni. Er það von mín að Valtýr láti ekki sitt eftir liggja og taki sér bara gott sumarfrí eins og góðum embættismanni sæmir.

Hvernig dettur þér í hug að ....

það séu ekki afleiðingar gerða þinnar.

Lögmáli segir að það sem að þú gerir hafi alltaf afleiðingar, sama hvort það séu slæmar eða góða afleiðingar. 

Mikið er talað um þessa dagana að þessi og þessi hafi gert þetta og hitt og það hafi þau keðjuverkandi áhrif að fleiri dragast inn í þá hringrás. Er það eitthvað lögmál! 

Þegar einstaklingur brýtur af sér gagnvart samfélaginu á einn eða annan hátt, verður hann að taka út sína refsingu, sama hvar hann er staddur i heiminum. Það sem að ég er að segja er að mér þykir skrítið ef að við séum að flytja heim að utan fólk sem að brotið herur af sér í erlendum fangelsum, til þess að taka út dóm sinn hérna á landi. Hversu góð skilaboð eru það til afbrotamanna?

Þú veist það áður enn þú brýtur af þér að ef þú næst áttu augljóslega eftir að taka út refsingu þína í þar til gerðu landi sem brotið var framið í! Hver veit þetta ekki?

Aðbúnaður hérna heima má örugglega líkja við 5 stjörnu hóteli miða við í mörgum öðrum löndum. Hver vill ekki fá að sitja af sér dóma hérna heima!

Því miður eru það samt sem áður ekki eingöngu þeir sem fremja brotin sem að eiga erfitt með að taka því sem að höndum ber þegar þessi staða kemur upp. Þessir einstaklingar eiga fjölskyldur, sumir börn og aðrir eiginkonu, börn og foreldra. Þetta vegur þyngst á þeim, það held ég að sé alveg augljóst. Hvað er til ráða þegar svona staða kemur upp, fyrir aðstandann? Eðlileg viðbrögð væru að gera allt til þess að koma einstaklingnum til bjargar hvað sem það kostar. Allavega myndi ég gera það ef barnið mitt myndi reka sig svo hressilega á í lífinu. 

Ef hægt er að flytja brotamenn/konur til landsins og láta þá/þær taka út refsinguna hérna heima, myndi ég vilja sjá þetta fólk þurfa að taka refsinguna út að hluta í samfélagsþjónustu sem snýr að því er brotið gæti haf áhrif á. Td. þeir sem flytja inn eiturlyf, þeir ættu að þurfa að taka út refsingu eftir fangelsisdóm í samfélagsþjónustu hjá félagasamtömum tengdum því er viðkemur aðstoð fólks sem lent hefur í klóm eiturlyfja. Hluti af launum brota-fólks ætti að renna til stofnanna tengd brotum hverju sinni. 

Það þyrfti svo að vega og meta hversu lengi og hversu mikið af launum fólks færi í tiltekin málaflokk. 

 


Þá eru 18 bræðurnir búnir... og komið gott veður

Það er komin sól og fallegt veður hérna á Akureyri. Eins og við manninn mælt þá byrjar blíðan í dag sunnudag eftir 18 slæma daga..... Vonandi heldur snjórinn samt sem áður. Það er mikið bjartara þegar snjórinn er í fjöllunum og allt í kring.

Það hlýtur að koma gott sumar , ef að miðað er við hversu harður veturinn hefur verið. Allavega er það von mín að svo verði.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband