Landbúnaður og Landbúnaðarráðherra alveg úti á kú ?

Hvernig í ósköpunum stendur á því að ekki sé samstaða bænda sýnileg þegar kemur að því að þeim sé kennt um hátt matar verð? Hefur einhver skýrt og sýnt þjóðinni hverni þetta gerist allt saman?

  1. Hvað miklir skattar séu lagðir á fóður ?
  2. Hvað miklir skattar séu lagði á áburð ?
  3. Hvað miklir skattar séu lagði á plast (fyrir heyið) ?

Og svo má telja áfram.

 Hvað er bóndinn að fá fyrir í kílóverði afurðina sem að hann sendir frá sér ?

Hvar eru formenn bænda, og hvers vegna eru þeir ekki að ræða þessi mál opinberlega ? Einu umræðurnar sem að ég les orðið um er frá Landbúnaðarráðherra og því miður ekki alltaf sem að ég er smammála honum, þá hvernig hann kemur sér undan að segja frá því hvernig ríkið tekur svo og svo mikið í skatta af ýmsum þáttum er snúa að kjúklingabúum og svínabúum. Þessi bú eru ekki ríkisstyrkt.  Eigum við að flytja allt kjúklingakjöt og svínakjöt inn af því að það er ódýrara að selja það í Bónus? Afhverju erum við með Landbúnaðarráðherra ef að hann er ekki að gefa nógu góð svör og útskírir ekki fyrir þjóðinni hvernig standi á þessu háaverði, ef að það er málið? Ég vill fá svör við þessu eins og allir hinir !

Er það hagur okkar að flytja inn allan mat og hætta bara í landbúnaði?

Ef svo er, er þá ekki bara betra að okkur sé sagt það og þá strax. Það er frekar leitt að landbúnaður sé alltaf í umræðunni af og til og þá aldrei neitt jákvætt. Hvar er sá sem að á að halda utan um landbúnað í landinu? Það er æskilegt að hætt sé að sofa á verðinum og blásið sé til sóknar. Hvernig get ég ætlast til að einhver umræða um bændur frá ráðherra skili sér, þegar mér þykir hann alls ekki tala nógu skýrt um það hvernig sé staðið að þessum málum. Það má ekki td. ekki flytja inn dýra sæði frá öðrum löndum þar sem að talin er hætta á sýkingu. Hvað með það kjöt sem að við erum að flytja inn, er það sett í einangrun? Eru allir pakkar og pokar skoðaðir áður en þeir eru leifðir til sölu í verslunum?

Við erum því miður að skjóta okkur allt of oft í fótinn.

Ég skora á fagmenn okkar að setja fram heildar sýn á þessi mál og láta þá ekki ráðamenn stjórna því hvað sagt er svo að rétt sé með mál farið!

Lifið heil.Strá Ps. Höfundur er ekki sérfræðingur á þessu sviði, aðeins að miðla skoðun sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Gott hjá þér að fjalla um landbúnaðinn á þennan hátt. Já það er alveg með ólíkindum hvernig hægt er að ráðast á eina stétt sinkt og heilagt og kenna um hátt verðlag í landinu.

 Þetta er alltaf slitið úr öllu samhengi við það sem málið snýst um. Ástæður þess að við eigum að hafa landbúnað eru margar: matvælaöryggi, hluti af því að halda landinu í byggð, heilnæmari, náttúrulegri og hollari vörur en almennt gerist og svo mætti lengi telja.

Ríkisstirkir til landbúnaðar eru hér háir en ekkert hærri en í nágrannalöndum okkar, bara á öðru formi. Síðan eru þetta ekki allt peningagreiðslur, sumt er reiknað til peninga eins og að hér sé opinber verðlagning svo eitthvað sé nefnt. Síðan er nú snilldin við þetta allt sama sú að þetta byrjaði og hefur raunar alltaf verið "styrkir til neytenda" til að lækka verð en ekki "ölmusa" til bænda fyrir að framleiða. Niðurgreiðslustyrkjum til lækkunar á verði vöru á heildsölustigi var breytt í það sem nú heitir beingreiðslur til bænda.

Tek undir með þér að það er full ástæða til að skora á forráðamenn í landbúnaði og stjórnvöld að hætta þessari eilífu varnarbaráttu og stíga fram og gera fólki ljósa stefnu varðandi landbúnað og hvers virði hann er fyrir samfélagið.

Bendi að lokum á eina bloggfærsluna mína, sem innlegg í þennan vandræðagang þjóðarinnar

http://hk.blog.is/blog/hk/entry/111895/

Hólmgeir Karlsson, 24.2.2007 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband