7.3.2007 | 19:34
Er þetta nú ekki heldur seint ha?
Loksins fékk ég bréf frá sveitinni, en þá þessi hefðbundni póstur sem að er borinn út á laugardögum hérna. Sem sé sveitapósturinn. Það er loksins komið að þessu langþráða fundi fyrir okkur hérna sem að búum í nágrenni við Grænuhlíð. En í Grænuhlíð féll aurskriða 21 des síðastliðinn. Mér þykir þetta allt hafa gengi svo undur hægt með að upplýsa okkur um ástand og fl. hérna á bæ. Kanski vegna þess að engin í sveitastjórn er búandi á svo kölluðu hættu svæði. Maður spyr sig. Allt hefur þetta verið hið undarlegasta mál frá A-Ö. Er það von mín að þekkingar leysi og reynslu leysi verði sett upp á borð og unnið úr því, og því miðlað til landa okkar sem að búa undir fjöllum. Ekki loka þessu máli og setja ofaní skúffu. Sjáum til hvað fundurinn hefur í för með sér, þar sem að fræðingar munu mæta til leiks og segja okkur þeirra mat á aðstæðum og fl. Já og það er víst 7 mars í dag og fyrsti fundur með okkur síðan þessar hamfarir urðu í des á síðasta ári. Pínu lítið skrítið að ekki neinar upplýsingar hafa ekki borist nema þá í sveita póstinum. Engin svo kölluð mannleg samskipti hafa átt sér stað að þeirra hálfu. Nema ef undan er skilið símtal þar sem að aflýst var hættu ástandi, og í kjölfarið teljum við að önnur skriða hafi fallið, annað hvort á sömu klst. eða örlitlu síðar að símtali loknu. Ég vona að ég fái allavega svör við mínum spurningum, og þá sérstaklega einni þeirra, en hún er, hversu virkt er almannavarnakerfið hjá okkur, og getum við virkilega treyst því að við séum tekin alvarlega þegar við tilkynnum hamfarir sem þessar ?
Lifið heil.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.