Það hefur verið gaman að fylgjast með umræðum í ríkinu undanfarið. Ekki svo að skilja að ég sé nokkuð að skilja allt sem að þarf kemur fram, þar sem að sumir flokkarnir eru með eina stefnu þennan daginn og svo aðra næsta dag. Þetta má kalla umhleypingasama flokka.
Eitthvað hefur mér þótt vanta umræðu um bændastéttina. Aðeins var einn aðili sem að ég hef heyrt í enn sem komið er taka eitt stökk og talaði út frá hjarta bóndans. Sem gefur að skilja þá halda ansi margir í okkar líka sæmilega landi að bóndinn sé að fá greiddar nánast allar þær krónur sem að varan selst á úti í búð. En svo er ekki og þarna vantar að upplýsa samfélagði okkar um hver er að græða á landbúnaðinum. En það er nokkuð ljóst að það eru verslanir sem að fá stóran skerf af kökunni, en bóndinn fær minnst. Ýmindið ykkur að reka gott fjárbú, kosta til fóðurs, lyfjakostnaður, vinnsla á heyi svo og tækja notkun vinnu stundir. Hvað ætli sé verið að leggja út í kostnað án þess að fá nema lítið brot til baka. Af þessu má lesa að litlir sauðfjárbændur geta ekki rekið bú nema að vinna með þeim. Ég held að það þurfi að endurskoða það hver á að fá mest út úr því sem að hann er að gera. Þá verslunarmaðurinn sem að getur lagt eins og honum nánast þóknast á vöruna. Bóndinn sem að hefur mest lítið um þetta að segja, en þarf að leggja óskaplega mikla vinnu á sig til að framleiða gott kjöt. Dæmi hver fyrir sig. En það vantar upplýsingar til almennings í landinu sem að trúir því statt og stöðugt að það sé bóndanum að kenna að verð sé svo og svo hátt í verslunum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.