29.9.2007 | 12:49
Ó boy
Góðan og blessaðan daginn.
Best að fara að bretta upp ermarnar og byrja að blogga að nýju. Það hefur verið svo mikið af góðum málefnum í gangi upp á síðkastið að maður veit varla hvar á að byrja.
Það sem að mér þykir vanta í umræður er mannlega gildið, það sem að snýr að okkur sjálfum. Til að mynda væri kanski gott að hugsa sem sé um það hvaða gildi við viljum hafa í umhverfi okkar og umhverfi barna okkar. Hvernig sjáum við fyrir okkur afleiðingar af því sem að kalla má græðgi hvers konar í samfélaginu nú á dögum.
Er það ósk þeirra ný ríku að kenna börnum sínum að núna má fá allt sem að hugurinn girnist. Hvaða skilaboð eigum við að senda börnum okkur þó að við höfum nóg á milli handa okkar... Þurfa þau ekki að bera virðingu fyrir öðrum og öðru sem að í umhverfi okkar er. Hvert og eitt verðum við að skoða okkur og hvað það sé sem að við viljum að börnin okkar fái að alast upp við.
Hamingja er ekki til sölu né er hún keypt. Svo ekki sé minnst á að það sé nú heldur ekki hægt að fá hana á silfurfati. Við verðum öll að leggja okkur fram við að vera kurteis, misbjóða ekki fólki og ræða við fólk á þeim grundvelli sem að við viljum að rætt sé við okkur á.
Þroskað fólk ber ábyrgð á sér og sínum. Fyrirmyndir eru af því góða séu þær einlægar.
Góða helgi.
Athugasemdir
*hóst*
Halldóra Hannesdóttir, 29.9.2007 kl. 19:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.