Hver stjórnar og hver á að stjórna!

Það sem að ég les út úr gömlum og nýjum lestri í blöðum má glögglega sjá að það er alltaf sama fólkið sem að stjórnar, en það gerir það bara á bak við tjöldin svo að við áttum okkur kannski síður á því.

Ég hef nú stundum haldi því fram að Geir H. og Davíð O. séu annað hvort bræður eða að Geir sé Sonur Davíðs. Geir er allavega búin að ná töktum Davíðs þegar hann lést vera eins og einræðisherra. Og svo eru það leikstoppar þeirra allt í kringum þá sem að sjá ekki sólina fyrir þeim og átta sig ekki á því að þeir eru kannski bara að vinna fyrir þá en ekki almenning. Davíð hafði og hefur völdin svo mikið er víst. Hef ég velt því fyrir mér afhvelju þeir flokkar sem að fara með Sjálfstæðinu í stjórn verði alltaf laskaðir en ekki Sjálfstæðisflokkurinn? Þetta er mér hulin ráðgáta. En ég ætla ekki að fara neitt nánar út í þetta núna. Enda leiðindamál þegar uppi er staðið.

Eitt að lokum, þá myndi ég vilja að við fólkið á landsbyggðinni fáum eitthvað um það að segja þegar kemur að því að ákveða hvort Reykjavíkur flugvöllurinn verði þar sem að hann er eður ei. Ef það verður svo að ekki náist um það samstaða hvort hann verði eða fari, þá getum við norðan menn tekið að okkur að hafa höfuðborg íslands hérna á Akureyri.

Góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband