Getur Alþjóðabankinn ekki sett það sem skilirði að það eigi að skipta um skipstjóra í brúnni!

 

Er þetta ekki að verða svolítið þreytandi, að skipstjórarnir í brúnni þurfi ekki að taka pokann sinn? Ég er hand viss um að við eigum til betra fólk í þessar stöður. Þ.e.a.s. þeir sem að eiga að teljast til þeirra sem að eiga að stjórna landi og þjóð. Við erum að heyra í mjög svo frambærilegu fólki koma og segja sína skoðun í sjónvarpi á ástandinu. Þetta er greinilega fólk með hugsun og þroska til að geta leiðbeint þjóðarskútunni. Því er þessu fólki ekki tekið fegins hendi og fengið til að aðstoðar?

Eins og ég heyrði sagt, því er Seðlabankastjóri ekki hagfræðingur? Nú svarið er einfalt, þetta hefur alltaf verið starf fyrir gamla forustusauði í þjóðfélaginu. Mikið hefði ég viljað sjá Davíð sem Utanríkisráðherra í Kína, Georgíu eða bara Kúbu. Bara einhver staðar nógu langt frá okkur.

Hvert haldið þið að starf Forsetisráðherra verði þegar hann kemur til með að segja af sér? Verður hann kanski næsti Seðlabankastjóri? Er það, það sem að við viljum? Hvar endar þetta eiginlega?

Á Íslandi ríkir mikil spilling, og engin þorir að segja frá henni ef hún ber á góma af hræðslu við að verða undir ef þeir segja frá. Er ekki hægt að bjóða uppá nafnleynd þegar hringt er í einhvers konar síma-línu fyrir þá sem að vilja létta á hjarta sínu, svona eins og þegar fólk getur hringt inn og sagt frá dópsölum td.?

Það er alltaf verið að beita þrýstingi á stjórnmálamenn, það er ekki neitt nýtt á Íslandi. En eru þeir nógu sterkir til að hrista þennan líð af sér?

Það þrífst allstaðar spilling, ekki bara erlendis.

Svo eru það ýmsir vankantar sem að mætti nefna í sambandi við Sjálfstæðið á Íslandi, til að mynda þá eru þessa dagana Sjálfstæðismenn að reyna að halda völdum á hinum ýmsu stöðum í þjóðfélaginu. Svo virðist sem að þeir hafi talað sín á milli um að reyna að halda velli á öllum þeim vettvangi sem að þeir telja mikilvæga. Þannig geti þeir reynt að halda sér á floti.

Ég held að það sé svo komið að þeir ætli að reyna með öllum mætti að halda fast í það sem að við hin viljum alls ekki að þeir geri, og það er að halda velli í íslenskum stjórnmálum.

Við verðum að bretta upp ermar og segja NEI TAKK EKKI MEIRA AF ÞESSU.

Fáum hæft fólk til að taka við stjórninni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband