Ég segi það enn og aftur ég vil sjá okkur tengjast Kanada !

Afhverju erum við svo lokuð að skoða ekki hvort við getum ekki tekið upp Kanadískan dollar. Við eigum örugglega margt líkt með Kanadamönnum. Þeir eru örugglega ein öflugasta þjóð sem að uppi er. Þeir eru ekki að lenda í kröggum eins og margar þjóðir. Hvernig ætli stjórnar farið sé þar? Langar engan til að kynna sér það. Að taka upp dollarann og gera samninga við Kanadamenn væri ekki svo galin hugmynd, en hvers vegna er það aldrei í umræðunni? Ég hef aldrei heyrt á það minns einu orði að ræða við Kanadamenn. Ef við skoðum það við hverja var rætt, kemur aldrei upp að rætt hafi verið við þá um aðstoð á einn eða annan hátt.

Ég er sannfærð um að við ættum samleið með þeim hvað varðar efnahasstefnu landsins og gætum eflaust fengið hjálp við að byggja landið upp á nýjan leik með góðri hjálp þeirra sem að kunna að stjórna landi og þjóð.

Best að fara að kynna sér þetta betur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Kanada hljómar ekki verr en hvað annað

Heimir Eyvindarson, 30.10.2008 kl. 22:26

2 Smámynd: Bryndís Guðmundsdóttir  (Binna)

Nei er það nokkuð

Örugglega allt betra en það sem að er. En auðvitað er Kanada sterkt efnahagslega.

Bryndís Guðmundsdóttir (Binna), 8.11.2008 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband