11.12.2008 | 21:56
Rok, ég gæti kanski nýtt mér það og sent jólakortin með vindinum..... gleymdi nefninlega að setja jólakort til USA í póstinn.
Þetta er svona tipikal gleymska þegar maður er komin á þennan aldur er mér sagt. Ég sel það ekki dýrara en ég keypti það. Held að þetta sé allt í lagi á meðan ég gleymi ekki að taka upp jólapakkana Þá er fyrsti skeggjaði karlinn að koma til byggða, ég sem að hélt að þetta væri bara gabb. En ég sá þá í sjónvarpinu svo að ég verð víst að trúa því að þeir séu til. Sjónvarpið lýgur aldrei.
Mikið hlakka ég til að byrja að brytja niður grænmetið í jólasúpuna. Oh hún er svo góðððð. Þetta er hefð komin frá föður ömmu minni, alveg tær snild. Enda hef ég aldrei slept því að hafa hana á aðfangadag síðan ég fór sjálf að búa. Uppskriftina fékk hún hjá konu frá Ameríku fyrir fjölda árum síðan. Og hefur þessi frábæra súpa fylgt okkur systkynunum og er hún ennþá elduð heima hjá systrum mínum og móður.
Svo þarf að gera jólaísinn, það má ekki klikka heldur. Það er ís uppskrift frá föður ömmu líka. Blessuð sé minning hennar. Ekki má gleyma að alltaf er soðið niður rauðkál sem að ég vandist hjá henni líka. Þannig að allarg gömlu hefðir ömmu varð veitast með okkur.
Best að fara að setja jólasokkinn á sinn stað, veit að ég fæ eitthvað í sokkinn, ég er búin að vera svo STILT!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.