Er Eva Joly búin að fá nóg af aðgerðaleysi yfirvalda um stöðu Valtýs?

Mikið er ég orðin þreytt á að lesa trekk í trekk um þvermóðsku Valtýs. Afhverju heldur hann að hann megi ekki missa sín á meðan rannsókn stendur? Hefur einn maður virkilega svo mikið álit á sjálfum sér að hann geti ekki séð sóma sinn í því að víkja um hríð á meðan á rannsókn stendur. Fólk þarf ekki að vera slæmt þó svo að það þurfi að víkja í einhvern tiltekin tíma, þetta er örugglega prýðis maður. En álit mitt á fólki sem að getur ekki tekið réttar ákvarðanir og hugsar bara um sitt eigið EGÓ þykir mér vera aftarlega á merinni í vinsældum hjá mér. Ef Eva Joly þykir mikilvægt að hann víki á meðan á rannsókn standi, þá þætti mér það ekki til of mikils ætlast að hann færi frá á meðan á rannsókn stæði. Það er svo skrítið að það megi ekki hrófla við einu eða neinu öðruvísi en að fólki finnist á það ráðist og að því þyki allt svo ósanngjarnt þegar kemur að því sjálfu að þurfa að lúta sömu réttindum og aðrir þjóðfélags þegnar landsins. Álit á fólki fer dvínandi á okkar landi, á því leikur engin vafi, og sér í lagi þegar hátt settir embættismenn sjá ekki sólina fyrir sjálfum sér. Engin er svo góður að hann sé ómissandi um stund. Allt hefur tekið svo langan tíma að manni finnst maður bara hreinlega vera stopp í tíma og rúmi. Allir þurfa að víkja frá í hinum og þessum embættum til þess að hægt verði að taka hlutlausa afstöðu í málum er viðkoma þessu skelfilega hruni. Er það von mín að Valtýr láti ekki sitt eftir liggja og taki sér bara gott sumarfrí eins og góðum embættismanni sæmir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband