Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Hversu alvarlegt er ástandið á geðheilsu fólks í dag miðað við sama tíma í fyrra

Maður veltir fyrir sér líðan fólks í dag, sem að hafði það bærilegt fyrir um ári síðan en í dag á það ekki neitt nema skuldir. Ég vill að skoðað verði sjálfsvígi í kjölfar kreppunnar og reynt verði að meta hversu alvarlegt þetta sé. Það eru nokkrir farnir fyrir eigin hendi hérna í kring, eða í kringum kunningja og vini. Myndi ég telja að fólk sem að hefur verið að fara fyrir eigin hendi sé oft á tíðum þeir einstaklingar sem að ég taldi vera sterkar persónur og eiga framtíðina fyrir sér. Þetta er alveg óskiljanlegt, og eflaust ekki mér ætlað að skilja þetta frekar en mörgum öðrum. En ég vill brýna það fyrir prestum og faglærðum aðilum er koma að sáluhjálp fólks að það megi alls ekki sofna á verðinum. Ef einhver tíman hefur verið nauðsynlegt að hafa fræðslu um sjálfsvíg þá er það einmitt núna. Prestar þyrftu að vera duglegri við að auglýsa sig þar sem að ungafólkið okkar og aðrir sem á þurfa að halda hafi auðveldan aðgang að sáluhjálp. Það er alls ekki auðvelt að er virðist að finna auglýstan tíma hjá presti td. Það þyrfti að fá þá til þess að auglýsa símatíma oftar og að það sjáist betur. Sálfræði og geðlæknar þyrftu einnig að bregðast meira við ástandinu sem að er að skapast, með því td. að auglýsa opna tíma til að sjá hvort hægt sé að finna þörfina fyrir hjálp. En það verður að vera gert í sjálfboðavinnu. Margir eiga ekki fyrir mat í dag er þá hægt að ætlast til þess að fólk hafi efni á sálfræði aðstoð. Allir verða að leggjast á eitt til þess að komast að því hvaða þörf sé fyrir aðstoð til einstaklinga þarna úti sem að geta lítið annað gert að því er virðist en tekið sitt eigið líf. Þetta mál á að varða okkur öll og við verðum að leggjast á eitt að hjálpa náunganum og láta náungakærleikann njóta sín á þessum tíma sem að engin veit hvað snýr upp og hvað snýr niður.
Verum til taks ef einhver þarf á okkur að halda, það á ekki að þurfa að greiða það dýrum dómi.

Er Eva Joly búin að fá nóg af aðgerðaleysi yfirvalda um stöðu Valtýs?

Mikið er ég orðin þreytt á að lesa trekk í trekk um þvermóðsku Valtýs. Afhverju heldur hann að hann megi ekki missa sín á meðan rannsókn stendur? Hefur einn maður virkilega svo mikið álit á sjálfum sér að hann geti ekki séð sóma sinn í því að víkja um hríð á meðan á rannsókn stendur. Fólk þarf ekki að vera slæmt þó svo að það þurfi að víkja í einhvern tiltekin tíma, þetta er örugglega prýðis maður. En álit mitt á fólki sem að getur ekki tekið réttar ákvarðanir og hugsar bara um sitt eigið EGÓ þykir mér vera aftarlega á merinni í vinsældum hjá mér. Ef Eva Joly þykir mikilvægt að hann víki á meðan á rannsókn standi, þá þætti mér það ekki til of mikils ætlast að hann færi frá á meðan á rannsókn stæði. Það er svo skrítið að það megi ekki hrófla við einu eða neinu öðruvísi en að fólki finnist á það ráðist og að því þyki allt svo ósanngjarnt þegar kemur að því sjálfu að þurfa að lúta sömu réttindum og aðrir þjóðfélags þegnar landsins. Álit á fólki fer dvínandi á okkar landi, á því leikur engin vafi, og sér í lagi þegar hátt settir embættismenn sjá ekki sólina fyrir sjálfum sér. Engin er svo góður að hann sé ómissandi um stund. Allt hefur tekið svo langan tíma að manni finnst maður bara hreinlega vera stopp í tíma og rúmi. Allir þurfa að víkja frá í hinum og þessum embættum til þess að hægt verði að taka hlutlausa afstöðu í málum er viðkoma þessu skelfilega hruni. Er það von mín að Valtýr láti ekki sitt eftir liggja og taki sér bara gott sumarfrí eins og góðum embættismanni sæmir.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband