11.11.2008 | 20:20
Afhverju ætti ég að þurfa að borga fyrir það sem að ég fékk aldrei lánað!!!
Er ég í ábyrgð fyrir einhverjum skuldum erlendis? Ég hélt ekki. Hvers á ég að gjalda fyrir mistök sem aðrir gera? Ég hef nóg með að greiða fyrir mínar skuldir, að ekki verði bætt á þær það sem að aðrir eiga. Er það eðlilegt að við fólkið í landinu þurfum að greiða fyrir stórfeld mistök nokkra útvaldra íslendinga? Ég er alfarið á móti því að við beru einhverja ábyrgð á einhverjum banka reikningum erlendis sem að varða mig ekki á einn eða annan hátt. Þó svo að ég skilji viðhorf fólksins er missti fé vegna þess að ekki neitt almennilegt eftirlit var haft með bönkunum erlendis. Hverjir eiga að fylgjast með þeim og rekstri þeirra? Mér finnst að það land sem að gefi grænt ljós á að banki sé stofnaður í því landi eigi að bera ábyrgð á að rekstur þessa banka sé tryggður og eftirlit haft með honum. Ég mæli með því að ef, eða þegar bankanir verða seldir aftur að þeir verði seldir erlendum stórbönkum, ekki einhverjum klíkum hérna á Íslandi.
Kanski eru þetta óþarfa áhyggjur, þar sem að ríkisstjórnin er ekki að gera neitt í því að reyna að koma efnahag okkar í lag, hvað þá að upplýsa okkur um stöðu okkar á einn eða annan hátt. Ætti maður að geta sofið rótt í nótt og ekki haft neinar áhyggjur af atvinnu, húsnæði, skólanum og börnunum.
Við mannfólkið erum bara þannig gerð að við þrífumst ekki vel í óvissu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2008 | 09:41
Er menntun máttur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.11.2008 | 20:23
dúdelídei
Jæja það verður bara að gleðjast, enda ekki að sjá að það sé nein kreppa. Ja miða við hvað íslendingar geta eitt mikið af fjármunum í egg og skyr handa þinginu......uhhh
En svona án gríns, þá held ég svei mér þá að ég fari að skoða útfluttning á íslendingum til annara landa. Getur það ekki gefið vel í aðra höndina?
nýja lenið mitt ........... eða
www.utfluttningur.a.islendingum.is
gæti líka verið gott len.
Getum við ekki bara reynt að finna nýtt land sem að á eftir að uppgvöta ennþá og byrjað nýtt líf. Við erum hvort eð er komin mörg ár aftur í tímann. Nú við erum svo heppinn að eiga skáta sem að gætu séð okkur fyrir eldi, og nóg er af iðnaðarmönnum sem að geta byggt ný hús handa okkur. Kanski við ættum samt að vera skynsöm og skilja eftir nokkrar manneskjur í landinu, nú þessa sem að vilja leika sér í mattador og þá hina sem að geta ekki búið með öðrum, öðruvísi nema að fá að stjórna og skilja eftir sig rjúkandi rústir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2008 | 19:06
Ég segi það enn og aftur ég vil sjá okkur tengjast Kanada !
Afhverju erum við svo lokuð að skoða ekki hvort við getum ekki tekið upp Kanadískan dollar. Við eigum örugglega margt líkt með Kanadamönnum. Þeir eru örugglega ein öflugasta þjóð sem að uppi er. Þeir eru ekki að lenda í kröggum eins og margar þjóðir. Hvernig ætli stjórnar farið sé þar? Langar engan til að kynna sér það. Að taka upp dollarann og gera samninga við Kanadamenn væri ekki svo galin hugmynd, en hvers vegna er það aldrei í umræðunni? Ég hef aldrei heyrt á það minns einu orði að ræða við Kanadamenn. Ef við skoðum það við hverja var rætt, kemur aldrei upp að rætt hafi verið við þá um aðstoð á einn eða annan hátt.
Ég er sannfærð um að við ættum samleið með þeim hvað varðar efnahasstefnu landsins og gætum eflaust fengið hjálp við að byggja landið upp á nýjan leik með góðri hjálp þeirra sem að kunna að stjórna landi og þjóð.
Best að fara að kynna sér þetta betur!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.10.2008 | 17:59
Getur Alþjóðabankinn ekki sett það sem skilirði að það eigi að skipta um skipstjóra í brúnni!
Er þetta ekki að verða svolítið þreytandi, að skipstjórarnir í brúnni þurfi ekki að taka pokann sinn? Ég er hand viss um að við eigum til betra fólk í þessar stöður. Þ.e.a.s. þeir sem að eiga að teljast til þeirra sem að eiga að stjórna landi og þjóð. Við erum að heyra í mjög svo frambærilegu fólki koma og segja sína skoðun í sjónvarpi á ástandinu. Þetta er greinilega fólk með hugsun og þroska til að geta leiðbeint þjóðarskútunni. Því er þessu fólki ekki tekið fegins hendi og fengið til að aðstoðar?
Eins og ég heyrði sagt, því er Seðlabankastjóri ekki hagfræðingur? Nú svarið er einfalt, þetta hefur alltaf verið starf fyrir gamla forustusauði í þjóðfélaginu. Mikið hefði ég viljað sjá Davíð sem Utanríkisráðherra í Kína, Georgíu eða bara Kúbu. Bara einhver staðar nógu langt frá okkur.
Hvert haldið þið að starf Forsetisráðherra verði þegar hann kemur til með að segja af sér? Verður hann kanski næsti Seðlabankastjóri? Er það, það sem að við viljum? Hvar endar þetta eiginlega?
Á Íslandi ríkir mikil spilling, og engin þorir að segja frá henni ef hún ber á góma af hræðslu við að verða undir ef þeir segja frá. Er ekki hægt að bjóða uppá nafnleynd þegar hringt er í einhvers konar síma-línu fyrir þá sem að vilja létta á hjarta sínu, svona eins og þegar fólk getur hringt inn og sagt frá dópsölum td.?
Það er alltaf verið að beita þrýstingi á stjórnmálamenn, það er ekki neitt nýtt á Íslandi. En eru þeir nógu sterkir til að hrista þennan líð af sér?
Það þrífst allstaðar spilling, ekki bara erlendis.
Svo eru það ýmsir vankantar sem að mætti nefna í sambandi við Sjálfstæðið á Íslandi, til að mynda þá eru þessa dagana Sjálfstæðismenn að reyna að halda völdum á hinum ýmsu stöðum í þjóðfélaginu. Svo virðist sem að þeir hafi talað sín á milli um að reyna að halda velli á öllum þeim vettvangi sem að þeir telja mikilvæga. Þannig geti þeir reynt að halda sér á floti.
Ég held að það sé svo komið að þeir ætli að reyna með öllum mætti að halda fast í það sem að við hin viljum alls ekki að þeir geri, og það er að halda velli í íslenskum stjórnmálum.
Við verðum að bretta upp ermar og segja NEI TAKK EKKI MEIRA AF ÞESSU.
Fáum hæft fólk til að taka við stjórninni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mikið var ég glöð í morgun þegar ég leit út. Fullt af snjó. Það er alveg ljóst að það eina sem að klikkar ekki og maður getur ennþá stólað á er að það mun koma snjór hvað sem öðru líður. Snjór er td. atvinnu skapandi, það þarf að ryðja hann af götum bæjarins og svo ætti að vera hægt að renna sér á skíðum.
Það eina sem að stjórnvöld geta ekki tekið frá okkur, er veðurfarið!
Mikill snjór á Akureyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)