27.8.2008 | 22:15
Akureyrarvaka
Þegar að Akureyrarvöku kemur þá finnst mér sumrinu lokið. Skólinn byrjaður og allt að komast í réttar skorður aftur. Margrét var sinn fyrsta alvöru skóladag í dag. En hún mætti með mér í viðtal á föstudaginn síðasta og svo mætti hún í gær í 2 klst. Hún var alveg í skýjunum yfir því að vera byrjuð í skólanum. Hún var samferða vinkonu sinni úr götunni sem að er ári eldri en hún. Þetta var góður dagur fyrir hana. Hún sofnaði um kl. 21 upp við Jón sem að var í tölvunni sinni. Enda alveg búin á því þessi elska.
Góður endir á góðum degi hjá henni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.7.2008 | 19:06
Næsta helgi.......versló Akureyri 80' stíllinn
Við verslunar fólk ætlum að taka okkur saman og klæða okkur uppá aldrei sem fyrr.
Það er 80' stíllinn sem að á að vera í ríkjandi á Akureyri um versló.
Möggu Blöndal datt þetta í hug að slíkt gæti verið gaman að. Ég held að ég verði að segja að þetta er ansi góð hugmynd, og það er tilhlökkun að sjá afgreiðslufólk í 80' klæðnaði.
Vonandi verða veður Guðirnir með okkur um næstu helgi, ekki myndi spilla fyrir ef sú gula myndi láta sjá sig.
Allir á Akureyri um versló....... hlakka til að sjá ykkur!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2008 | 15:58
Hver stjórnar og hver á að stjórna!
Það sem að ég les út úr gömlum og nýjum lestri í blöðum má glögglega sjá að það er alltaf sama fólkið sem að stjórnar, en það gerir það bara á bak við tjöldin svo að við áttum okkur kannski síður á því.
Ég hef nú stundum haldi því fram að Geir H. og Davíð O. séu annað hvort bræður eða að Geir sé Sonur Davíðs. Geir er allavega búin að ná töktum Davíðs þegar hann lést vera eins og einræðisherra. Og svo eru það leikstoppar þeirra allt í kringum þá sem að sjá ekki sólina fyrir þeim og átta sig ekki á því að þeir eru kannski bara að vinna fyrir þá en ekki almenning. Davíð hafði og hefur völdin svo mikið er víst. Hef ég velt því fyrir mér afhvelju þeir flokkar sem að fara með Sjálfstæðinu í stjórn verði alltaf laskaðir en ekki Sjálfstæðisflokkurinn? Þetta er mér hulin ráðgáta. En ég ætla ekki að fara neitt nánar út í þetta núna. Enda leiðindamál þegar uppi er staðið.
Eitt að lokum, þá myndi ég vilja að við fólkið á landsbyggðinni fáum eitthvað um það að segja þegar kemur að því að ákveða hvort Reykjavíkur flugvöllurinn verði þar sem að hann er eður ei. Ef það verður svo að ekki náist um það samstaða hvort hann verði eða fari, þá getum við norðan menn tekið að okkur að hafa höfuðborg íslands hérna á Akureyri.
Góðar stundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2008 | 18:43
3 Maí 2008
Merkis dagur í dag. Hildur Freyja er 16 ára í dag og ömmu barnið er 1 árs í dag. Merkir áfangar hjá þeim.
Það er mikil blíða í dag og annar í sumri. Ja allavega miða við veður. Mikið er maður búin að boða mikið af veislumat í dag. En ég sit núna við borðið í afmælisveislunni hjá Hlyni Frey og pikka nokkrar línur. Hildur Freyja er líka búin að fá sína eigin afmælis tertu sem að er að þessu sinni eplakaka merkt henni ásamt 16 ára. Hlynur Freyr á vel skteytta tertu með 1 kerti þar sem að sá stutti er árs gamall í dag.
Njótið dagsins
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.4.2008 | 13:01
Blíða, blíða, bíðan.
Það er búið að vera þvílíka veður blíðan hérna í nokkra daga. Sólin er búin að draga tjöldin frá og brosir sínu blíðasta.
Mikið er af snjó í Hlíðarfjalli og því mætti ætla að mikið vari af fólki á skíðum þar. En á sunnudaginn síðasta var ekki mikið um manninn. Hvað veldur? Voru allir að jafna sig eftir fegurðarsamkeppnina sem haldir var í Sjallanum?
Ég nenni ekki að tala um pólitík, þar sem að ég held að ég yrði bara pirruð ef ég færi út í þá sálma núna.
Ég fór í skírn á sunnudaginn síðasta í Akureyrarkirkju, þar sem verið var að skíra fallegan prins. Það er ekki oft sem að ég legg leið mína í kirkju nú til dags. Allavega hef ég ekki farið oft til kirkju eftir að ég flutti hingað norður eða síðan 1999.
Það gladdi mig samt sem áður að hafa drifið mig í skírn í þessari líka yndislega fallegur kirkju. En mín kirkja ber samt alltaf af. Hvalsneskirkja er ein af fáu steinkirkjum landsins og var hún reist 1887. Þar starfaði ég til nokkurra ára sem meðhjálpari ásamt því að sinna barnastarfi safnaðarins sem að fór fram bæði í barnaskólanum og svo síðar, eða eftir byggingu safnaðarheimilisins fór það fram þar og gerir enn.
Þetta er þakklátasta starf sem að ég hef sinnt ásamt vinnu minni með öldruðum og geðsjúkum. Ég viðurkenni að ég sakna þess að vinna þessi þakklátu störf og hver veit nema að ég taki upp á því að velja þennan vettvang síðar meir.
Mér er ekki til setunar boðið og læt þetta duga mér í dag og fer og sinni minni líka ágætis vinnu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.2.2008 | 23:59
Hvítblæði
Ár og öld síðan tími hefur gefist til að blogga.
En mikið hefur gengið á í þjóðfélaginu undanfarið, og ekki hefur nú allt farið framhjá mér. Ekki er þó ætlunin að fara út í þá sálma. Eitt þótti mér þó vera gleðilegt og það var þegar frænka mín stofnaði sjóð sem ætlaður er fyrir rannsóknir á hvítblæði. En ég var ekki fyrr búin að gefa í sjóðinn, þegar tvö dauðsföll vegna 2 einstaklinga bar að og báðir fóru þeir úr þessum hræðilega sjúkdómi. Annar ungur og í blóma lífsins og hinn heldri maður. Það hafa 3 karlmenn látist úr þessum sjúkdómi sem að voru tengdir mér og ég man vel eftir. Þar á meðal voru þeir 2 á sama aldri og ég og fóru þeir mjög ungir, annar þeirra dó þegar ég var 14 ára og hin dó þegar ég var um 16-17 ára. Við vorum 2 frænkurnar og 2 frændurnir á sama aldri og þeir báðir farnir héðan og báðir dáið úr sama sjúkdómi. Núna í dag er einn yndislegur frændi minn með hvítblæði og það tekur mig sárt að vita það. Ég vona svo ynnilega að einhvern daginn verði hægt að finna betri leið svo og leið til að lækna þennan hræðilega sjúkdóm.
Ég varð bara að koma þessu frá mér.
Við ættum öll að gefa okkur það að gera þennan daginn þann besta í heimi og gleðja aðra, því að við vitum aldrei hvað morgundagurinn hefur í för með sér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)