29.9.2007 | 12:49
Ó boy
Góðan og blessaðan daginn.
Best að fara að bretta upp ermarnar og byrja að blogga að nýju. Það hefur verið svo mikið af góðum málefnum í gangi upp á síðkastið að maður veit varla hvar á að byrja.
Það sem að mér þykir vanta í umræður er mannlega gildið, það sem að snýr að okkur sjálfum. Til að mynda væri kanski gott að hugsa sem sé um það hvaða gildi við viljum hafa í umhverfi okkar og umhverfi barna okkar. Hvernig sjáum við fyrir okkur afleiðingar af því sem að kalla má græðgi hvers konar í samfélaginu nú á dögum.
Er það ósk þeirra ný ríku að kenna börnum sínum að núna má fá allt sem að hugurinn girnist. Hvaða skilaboð eigum við að senda börnum okkur þó að við höfum nóg á milli handa okkar... Þurfa þau ekki að bera virðingu fyrir öðrum og öðru sem að í umhverfi okkar er. Hvert og eitt verðum við að skoða okkur og hvað það sé sem að við viljum að börnin okkar fái að alast upp við.
Hamingja er ekki til sölu né er hún keypt. Svo ekki sé minnst á að það sé nú heldur ekki hægt að fá hana á silfurfati. Við verðum öll að leggja okkur fram við að vera kurteis, misbjóða ekki fólki og ræða við fólk á þeim grundvelli sem að við viljum að rætt sé við okkur á.
Þroskað fólk ber ábyrgð á sér og sínum. Fyrirmyndir eru af því góða séu þær einlægar.
Góða helgi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.6.2007 | 11:46
18° Hiti og sól. Hita stig fer hækkandi.
Það er svo fallegt veður og varla að það gusti. Það var 4 gráðum hlýrra hérna í sveitinni en var inni á Akureyri í morgun. Þetta er svona veður þar sem að ég ætti nú ekki að vera inni á pikka á tölvu, heldur vera úti að rækta garðinn.
Núna styttist í að við flytjum. Best að nota daginn til að flytja meira af dóti. Gæti alveg hugsað mér að fara í heitapottinn og leggjast svo á pallinn til að þurrka mig. Það er allt að fyllast af fólki sem að ætlar að vera á Akureyri um helgina til að sjá bílasýninguna og fl. skemmtilegt. Við ætlum hinsvegar að bjóða til átveislu í kvöld hérna heima. Mun betra að vera bara í rólegheitum heldur en að eltast við skarkalann í bænum.
Góða helgi, með von um frábært veður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2007 | 18:24
Sauðburður enn í fullum gangi.
Það hefur borið nánast helmingur af fénu. Núna eru ca. eftir 70 gemlingar og ca. 40 ær. Næturvaktirnar eru fjörlegar og eru flestar að bera um 3-7 að nóttu til. Enda gott að hafa nóg að gera á nóttunni þar sem að það hefur verið svolítið kalt á nóttunni. Ekki hefur verið mikið um lambadauða, en mikið af lömbum sem að hafa verið í stærra lagi og því þurft að aðstoða við burð.
Sauðburður hefur sataðið yfir síðan 27 apríl og mun eflaust standa yfir til enda maí byrjun júní.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.5.2007 | 16:44
Reykjamökkur í sveitinni
Reykurinn frá Akureyrir, nánar tiltekið frá Krossanesi er kominn inn í fjörð. Vill bara þakka fyrir það að fá reykinn hingað. Ástæðan er sú, að Akureyringar voru ekki par hrifnir að fá reykjarmökk frá bændum vegna sinuelda ekki alls fyrir löngu.
En það er líka spurning hvað er þetta með Hringrás og elda..........
Eldur í dekkjum hjá Hringrás á Akureyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.5.2007 | 15:58
Sauðburðar vaktin í nótt.
Þegar ég vaknaði um hádegi, var eins og ég væri að farast úr þynnku. Sauðburðarvaktin var mjög góð, öll lömb fædd lifandi. Einn gemlingur þurfti aðstoð, þar sem þrír fætur reyndu að koma á sama tíma út. Var þá eitt lambið sem að snéri rétt og annað öfugt. Allt hafðist þetta að lokum, og koma annað lambið rétt enn hitt öfugt. Þetta gerðist líka með aðra rollu, en hún skaut þeim í orðsins fyllstu merkingu út úr sér. Það fæddust nokkur lömb síðustu nótt. Nóttin fór líka í það að færa á milli, sprauta, gefa lyf og marka. Þá er komin tími til að snúa sér að verslunar rekstrinum þennan daginn, og fara svo í sauðargæruna í kvöld og nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.5.2007 | 14:43
Myndbönd á netinu. Áróður. Eitthvað frá Samfylkingunni ?
http://www.youtube.com/watch?v=cbhkj-Pc53E
http://www.youtube.com/watch?v=HmH6KAicylI&mode=related&search=
http://www.youtube.com/watch?v=gmGizPz2MkI&mode=related&search
http://www.youtube.com/watch?v=2ELl5VILI7A&NR=1
http://www.youtube.com/watch?v=t8DHgaqbhbw&NR=1
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)