Sauðburðar vaktin í nótt.

Þegar ég vaknaði um hádegi, var eins og ég væri að farast úr þynnku. Sauðburðarvaktin var mjög góð, öll lömb fædd lifandi. Einn gemlingur þurfti aðstoð, þar sem þrír fætur reyndu að koma á sama tíma út. Var þá eitt lambið sem að snéri rétt og annað öfugt. Allt hafðist þetta að lokum, og koma annað lambið rétt enn hitt öfugt. Þetta gerðist líka með aðra rollu, en hún skaut þeim í orðsins fyllstu merkingu út úr sér. Það fæddust nokkur lömb síðustu nótt. Nóttin fór líka í það að færa á milli, sprauta, gefa lyf og marka. Þá er komin tími til að snúa sér að verslunar rekstrinum þennan daginn, og fara svo í sauðargæruna í kvöld og nótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband