Færsluflokkur: Bloggar
9.5.2007 | 16:48
Sjálfstæðisfólk. Er það mottóið í dag að fara í grænt....
Ég er ekki að skilja þessa afstöðu hjá fólki. Á vegi mínum síðustu 2 daga hef ég hitt fólk sem að hefur kosið Sjálfstæðisflokkinn undanfarið í kosningum. En viti menn þeir ætla að kjósa framsókn, og af hverju ??? Jú... til að geta haldið áfram með þeim í meirihluta. HALLÓ er ekki allt í grænum hjá þeim.
Það gefur að skilja að ef þetta er hugarfarið þá er nokkuð ljóst að að þeir bláu verði að lúta fyrir þeim grænu.
Sjálf er ég flokksbundinn og hef verið í allnokkur ár, en ætli ég fari ekki að endurskoða það hér með.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það hefur verið gaman að fylgjast með umræðum í ríkinu undanfarið. Ekki svo að skilja að ég sé nokkuð að skilja allt sem að þarf kemur fram, þar sem að sumir flokkarnir eru með eina stefnu þennan daginn og svo aðra næsta dag. Þetta má kalla umhleypingasama flokka.
Eitthvað hefur mér þótt vanta umræðu um bændastéttina. Aðeins var einn aðili sem að ég hef heyrt í enn sem komið er taka eitt stökk og talaði út frá hjarta bóndans. Sem gefur að skilja þá halda ansi margir í okkar líka sæmilega landi að bóndinn sé að fá greiddar nánast allar þær krónur sem að varan selst á úti í búð. En svo er ekki og þarna vantar að upplýsa samfélagði okkar um hver er að græða á landbúnaðinum. En það er nokkuð ljóst að það eru verslanir sem að fá stóran skerf af kökunni, en bóndinn fær minnst. Ýmindið ykkur að reka gott fjárbú, kosta til fóðurs, lyfjakostnaður, vinnsla á heyi svo og tækja notkun vinnu stundir. Hvað ætli sé verið að leggja út í kostnað án þess að fá nema lítið brot til baka. Af þessu má lesa að litlir sauðfjárbændur geta ekki rekið bú nema að vinna með þeim. Ég held að það þurfi að endurskoða það hver á að fá mest út úr því sem að hann er að gera. Þá verslunarmaðurinn sem að getur lagt eins og honum nánast þóknast á vöruna. Bóndinn sem að hefur mest lítið um þetta að segja, en þarf að leggja óskaplega mikla vinnu á sig til að framleiða gott kjöt. Dæmi hver fyrir sig. En það vantar upplýsingar til almennings í landinu sem að trúir því statt og stöðugt að það sé bóndanum að kenna að verð sé svo og svo hátt í verslunum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2007 | 10:38
Skíðamót að sumri?
Það hefur vakið athyggli mína að skíðamót skuli vera haldin svo seint sem vera ber. Því skyldi ekki vera höfð skíða mót til að mynda í febrúar eða mars, þegar meira hefur verið af snjó í fjöllum. Andrésar leikarnir verða fljótlega haldnir eins og undanfarin ár. En afhverju ekki að halda þessa leika þegar líkurnar á að snjór sé í fjallinu? Veðurfar hefur breyst undanfarin ár, en það virðist ekki vera að sumir hafi áttað sig á því. Gott og blessað með snjóbyssurnar, en er ekki ódýrara ef að snjórinn fellur frá náttúrunnar hendi. Sennilega kemur sá tími að fólk vakni upp og haldi bara sumar mót á skíðum og þá kanski innanhús líka.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2007 | 12:10
Hvað, hver og hvar ?
Oft velti ég því fyrir mér afhverju fólk hafi þá tilhneyingu að geta ekki unað því að hafa gert mistök, og þá í framhaldi af því að reyna að gera betur. Sem sé læra af mistökum.
Fundurinn góði var með eindæmum á þann veg að forustan hélt að sér höndum að miklu leyti allan tíman á þessum líka svo ágæta fundi. Ef að nefnd voru viss atriði sem að betur máttu fara, var bara reynt að þagga það niður. Og þá spyr maður sig, hvernig er hægt að læra af mistökum ef að þau má ekki ræða ?
Fræðingar komu að málum við okkur á þessum fundi og var þar margt gott og merkilegt að sjá í myndum og ritum. Sýslumaður, veðurfræðingur og jarðfræðingur héldu erindi. Allt var þetta prýðilega sett fram hjá þeim. En það er víst aldrei hægt að segja til um hvað getur gerts undir fjallshlíðum. Það hafa nú kanski ekki fallið snjóflóð hérna, en aurskriður hafa fallið og því er ekki mikið vitað hvernig hægt sé að bregðast við aurskriðum. Engir sérfræðingar í aurskriðum eru til hér á landi. En jarðfræðingar geta sett fram kenningar upp að vissu marki, og er það gott.
Þessi fundur er sá fyrsti með fólkinu í sveitinni, eftir hamfarirnar þann 20 og 21 des síðastliðin. Eitthvað fannst manni maður vera óöruggur þegar hann ringdi. Sennilega þar sem að þessi líka svakalega úrkoma aðfaranótt þann 20. des var þvílík að ég man ekki annað eins. Svo var maður vakin upp með símhringingu frá nágranna mínum um að koma okkur í öruggt skjól þar sem að örskriða hafi fallið á næsta bæ við mig. Ekki gat meður hugsað skírt við þessar aðstæður, og fyrstu viðbrögð var að fara í átt að skriðu til að kanna hvað væri um að vera. Það er auðvitað ekki það gáfulegasta, en við vorum bara ekki að trúa því að þetta væri að gerast. Það féllu skriður beggjavegna í firðinum og því var ekki hægt að komast að manni fannst í öruggt skjól.
Hvernig er hægt að lýsa því betur að maður óttast ýmislegt með því að búa hérna, og vita af þessari hættu. En ég held að hugrekkið sé manninum æðra og því ekki mikið verið að hugsa um þessa hættu meira en aðrar hættur.
En stjórn sveitarinnar mætti nú alveg vera meira með á nótunum. Þá er ég að tala um að bregðast ekki fyrr við og ræða við okkur ábúendur í þessari sveit.
Látum þetta okkur að kenningu verða og deilum reynslu okkar með öðrum, hver veit hvernig almannavarnarkefri landans bregst við næst.
Lifið heil!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2007 | 19:34
Er þetta nú ekki heldur seint ha?
Loksins fékk ég bréf frá sveitinni, en þá þessi hefðbundni póstur sem að er borinn út á laugardögum hérna. Sem sé sveitapósturinn. Það er loksins komið að þessu langþráða fundi fyrir okkur hérna sem að búum í nágrenni við Grænuhlíð. En í Grænuhlíð féll aurskriða 21 des síðastliðinn. Mér þykir þetta allt hafa gengi svo undur hægt með að upplýsa okkur um ástand og fl. hérna á bæ. Kanski vegna þess að engin í sveitastjórn er búandi á svo kölluðu hættu svæði. Maður spyr sig. Allt hefur þetta verið hið undarlegasta mál frá A-Ö. Er það von mín að þekkingar leysi og reynslu leysi verði sett upp á borð og unnið úr því, og því miðlað til landa okkar sem að búa undir fjöllum. Ekki loka þessu máli og setja ofaní skúffu. Sjáum til hvað fundurinn hefur í för með sér, þar sem að fræðingar munu mæta til leiks og segja okkur þeirra mat á aðstæðum og fl. Já og það er víst 7 mars í dag og fyrsti fundur með okkur síðan þessar hamfarir urðu í des á síðasta ári. Pínu lítið skrítið að ekki neinar upplýsingar hafa ekki borist nema þá í sveita póstinum. Engin svo kölluð mannleg samskipti hafa átt sér stað að þeirra hálfu. Nema ef undan er skilið símtal þar sem að aflýst var hættu ástandi, og í kjölfarið teljum við að önnur skriða hafi fallið, annað hvort á sömu klst. eða örlitlu síðar að símtali loknu. Ég vona að ég fái allavega svör við mínum spurningum, og þá sérstaklega einni þeirra, en hún er, hversu virkt er almannavarnakerfið hjá okkur, og getum við virkilega treyst því að við séum tekin alvarlega þegar við tilkynnum hamfarir sem þessar ?
Lifið heil.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2007 | 12:30
Landbúnaður og Landbúnaðarráðherra alveg úti á kú ?
Hvernig í ósköpunum stendur á því að ekki sé samstaða bænda sýnileg þegar kemur að því að þeim sé kennt um hátt matar verð? Hefur einhver skýrt og sýnt þjóðinni hverni þetta gerist allt saman?
- Hvað miklir skattar séu lagðir á fóður ?
- Hvað miklir skattar séu lagði á áburð ?
- Hvað miklir skattar séu lagði á plast (fyrir heyið) ?
Og svo má telja áfram.
Hvað er bóndinn að fá fyrir í kílóverði afurðina sem að hann sendir frá sér ?
Hvar eru formenn bænda, og hvers vegna eru þeir ekki að ræða þessi mál opinberlega ? Einu umræðurnar sem að ég les orðið um er frá Landbúnaðarráðherra og því miður ekki alltaf sem að ég er smammála honum, þá hvernig hann kemur sér undan að segja frá því hvernig ríkið tekur svo og svo mikið í skatta af ýmsum þáttum er snúa að kjúklingabúum og svínabúum. Þessi bú eru ekki ríkisstyrkt. Eigum við að flytja allt kjúklingakjöt og svínakjöt inn af því að það er ódýrara að selja það í Bónus? Afhverju erum við með Landbúnaðarráðherra ef að hann er ekki að gefa nógu góð svör og útskírir ekki fyrir þjóðinni hvernig standi á þessu háaverði, ef að það er málið? Ég vill fá svör við þessu eins og allir hinir !
Er það hagur okkar að flytja inn allan mat og hætta bara í landbúnaði?
Ef svo er, er þá ekki bara betra að okkur sé sagt það og þá strax. Það er frekar leitt að landbúnaður sé alltaf í umræðunni af og til og þá aldrei neitt jákvætt. Hvar er sá sem að á að halda utan um landbúnað í landinu? Það er æskilegt að hætt sé að sofa á verðinum og blásið sé til sóknar. Hvernig get ég ætlast til að einhver umræða um bændur frá ráðherra skili sér, þegar mér þykir hann alls ekki tala nógu skýrt um það hvernig sé staðið að þessum málum. Það má ekki td. ekki flytja inn dýra sæði frá öðrum löndum þar sem að talin er hætta á sýkingu. Hvað með það kjöt sem að við erum að flytja inn, er það sett í einangrun? Eru allir pakkar og pokar skoðaðir áður en þeir eru leifðir til sölu í verslunum?
Við erum því miður að skjóta okkur allt of oft í fótinn.
Ég skora á fagmenn okkar að setja fram heildar sýn á þessi mál og láta þá ekki ráðamenn stjórna því hvað sagt er svo að rétt sé með mál farið!
Lifið heil. Ps. Höfundur er ekki sérfræðingur á þessu sviði, aðeins að miðla skoðun sinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.2.2007 | 14:55
Vitað um svifryksmengunina síðan á sumarmánuðum
Ég var að velta fyrir mér hvort þetta eigi við um fleirri staði!
Las þetta á Víkurfrétta vefnum
http://vf.is/frettir/numer/30401/default.aspx
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2007 | 10:17
Gleðifrréttir, 51 dagar liðnir og engin alvaleg slys
Ég var að fá frétta bréf frá FIB og þar er vakin athyggli á síðu er nefnd er Samstaða slysalaus sýn. http://www.fib.is/samstada/?skraning=1
Endilega kynnið ykkur þetta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hefur eitthvað heyrst frá stjórnmálamönnum hvað þeir hyggjast gera í þessu máli, án þess að benda á að útgerðin eigi að borga brúsan, eða þann kostnað sem að snýr að þeim. Ég tel að það verði að grípa inn í þessi mál, og því fyrr því betra. Það er ansi hart ef að aðgerðaleysi snúist upp í harmleik.
Það er mikið í húfi fyrir fyrir Sandgerðisbæ, bændur og eigendur æðavarpslands svo og Garð. Það er augljóst að fleirri staðir geta bæst við, en það er vonandi að svo verði ekki.
Skipið liggur rétt utan við Hvalsneskirkju.
Vart við olíu við Hvalsnes | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2007 | 01:31
Olíumengun suður með sjó!
Eitt af því sem að ég skil ekki og kem sjálfsagt ekki til með að skilja, er endalaus seinagangur sjórnvalda. Hversu mikilvægt er fuglalífið við strendur Íslands. Hvernig stendur á því að ekki séu til betri lög er varða mál sem þessi. Það er alveg ótrúlegt að í landi okkar skuli ekki vera til betri og skjótari aðgerðir þegar mengun er annars vegar. Sjálf bjó ég í 13 ár ekki langt frá strandstað, og vann nokkur árin við þessa fallegu kirkju sem ekki er langt undan. Mig svíður það sárt að vita af þessum DALLI þarna úti sem að er ekki að gera neitt annað en að menga fjörur okkar. Mér er spurt, það virðist stranda á hver á að borga hvað. AFHVERJU borgar ríkið ekki fyrir flutning á dallinum, eða réttar sagt afhverju var ekki búið að koma honum í burtu, svo hefði verið hægt að senda þeim reikninginn sem að ættu að fá hann!!
Hvað ef að ríkið á svo sjálft að borga fyrir að hluta til fluttning og fl. Verður þá ekki reikningurinn himinn hár, vegna aðgerðaleysis í fyrstu og vegna þessa að skaðinn er skeður? Ég get vel hugsað mér að finna olíu í jörðu, en bara alls ekki á þennan hátt!
Olíublautir fuglar á Suðurnesjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)