Færsluflokkur: Bloggar
18.2.2007 | 16:32
Er ekki hægt að kjósa á netinu?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2007 | 17:07
Heyrt í sveitinni um virkjun eina
Það væri gaman að vita hvers vegna sífla nokkur í þessari annars ágætu sveit brast í miklum rigningum þann 21 des 2006. Ýmsar skoðanir eru á því hvers vegna hún brást, eru á kreiki. Ein hljóðar svona, að skriða hafi fallið fram úr fjalli innalega í dalnum og valdi þessum skaða á virkjuninni. Það var spáð mikilli úrkomu og því hefði ég talið að stjornendur þessara stöðvar hefðu getað séð það fyrir að það þyrfti að fylgjast með yfirfalli í lóninu. Þá spyr maður hvað átti þá þetta urð og grjót að gera til að valda þessum hamförum sem að áttu sér stað í sveitinni. Afhverju eru þessi mál ekki rædd, þannig að fólk sé ekki að geta sér til um tildrög þessa. Hver vill taka það að sér að skoða svona hluti? Það er alveg ljóst að það má ekki hafa hátt um svona hluti í litlum samfélögum. Ein stífla brestur og afleiðingar hennar eru skelfilegar. Mikið land fór illa, þar á meðal land ofna við Melgerðismela. Fyrir utan það að fjörðurinn varð eins og ólgandi haf þegar stíflan brast. Hver var að fylgjast með stíflunni? Hver átti að vera að fylgjast með henni ? Ég get þó sagt ykkur það, að ég var að fara inn á Akureyri þennan skelfilega morgun, þar sem að ég gat ekki hugsað mér að halda til heima fyrir vegna þess að næsti bær við mig varð fyrir því óláni að aurskriða féll á hann, og viti menn það munaði einhverjum sekúndum að ég væri stödd þar sem að vegurinn fór í sundur við Melana. Það sem að gerðist hérna er lítið miða við það sem að gæti gerst annars staðar miða við stærð. Mig langar mikið til að vita hvort að eintthvert reynsluleysi sé um að kenna hvað varðar það að ný stífla bresti með þssum hætti.
Já það verður víst hver að dæma fyrir sig.
Njótið helgarinnar. Binna (Ég er lesblind)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2007 | 18:15
Eru það forréttindi að búa í sveit ?
Hvernig sem að ég hugsa um þetta þá kemur alltaf upp smá vafi hjá mér. Eru það virkilega forréttindi að búa í sveit í dag ? Jú eflaust í sumum tilfellum, en alveg örugglega ekki í öllum. Hverjir eiga býlin í dag ? Jú, það eru bændur sem að búa sjálfir á jörðum sínum. Eru það bændur sem að safna að sé jörðum og búa svo ekki sjálfir á þeim? Eru það forréttindi að fá að búa á jörðum annara? Það er alltaf spurning. Hvað knýr fólk áfram til að sinna búum fyrir aðra, ef að ekki eru góð laun og önnur hlunnindi? Eiga bændur að selja auðmönnum þekkingu sína, sem að koma þeirri þekkingu til ódýrs vinnuafls? Þessi mál virðast fara hægt um og ekki mikið í ummræðunni þessa dagana. En hvað er að gerast í kringum okkur, eru stórkaupmenn að eigna sér allar auðlindir landsins? Hvað verður um bóndann sem að selur hluta af landi sínu til handa öðrum aðila. Er mikið um að bændur selji auð sinn til annars aðila og ætlar að lifa af gróðanum það sem að eftir er? Hvað verður um bóndann þegar allt er uppurið, á hverju ætlar hann að lifa. Er það gott fyrir land og þjóð að móta skoðanir eftir að í óefni er komið. Það er umhugsunar vert að virða fyrir sér þá litlu umræðu sem að á sér stað núna um náttúru landsins og þau gríðalegu jarðakaup sem að eiga sér stað. Vill engin vita hvað verður gert við jarðirnar, eða má ekki tala um það? Ég hræðist virkjanir og alla þá strengi sem að fylgja með. Strengina sem að bæði verða sýnilegir og svo þá sem að verða ekki sjáanlegir.Afhverju erum við svona sofandi yfir því sem að er að gerats í landinu. Hefur fólk kanski of mikið á sinni könnu til að geta sýnt sig og sagt skoðanir sínar á því sem að er að gerast í litla landinu okkar? Hvað má segja og hvað má ekki tala um þegar kemur að umræðu um land og þjóð. Það er stóra spurningin. Höfundur er lesblindur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)