20.10.2008 | 16:30
Kolkrabbinn ?
Hversu langt mun IMF ganga til að koma skipulagi á íslenska fjármála óreiðu. Fylgir því einhverjar kvaðir um að skoðað verði hverjir hafa staði fyrir áralangri hefð íslenskra stjórnmálaflokka um hverjir stjórni því hverjum má selja eignir ríkisins og hverjir hafa verið að hagnast til margra ára í boði stjórnmálaflokkanna. Hverjir eru smeykir við að sannleikurinn komi í ljós? Hversu djúpt eigum við að skoða stöðu okkar?
Hverjir þurfa að vera smeykir ef svo ætti að vera?
Kanski er þetta bara einn enn draumurinn sem að mig dreymdi eða hvað.
Er kolkrabbinn fallinn eins og margir hafa haldi fram? Fækkaði ekki bara öngum hans og lagðist á færri hendur en áður var?
Þegar talað er um að Ísland sé með minnst spilltu löndum í heimi langar mig að hitta það fólk sem að telur svo vera, hvar er hægt að fá svona upplýsingar og hvernig er þetta mælt eiginlega? Er notuð gamla góða reglustikan eða hvað!
Margur Íslendingurinn veit betur, en við erum svo smá að við þorum ekki að standa upp og segja skoðun okkar og segja frá sem að við vitum eða það sem að við teljum okkur vita af hræðslu við Stóra skrímslið. Margt hefur komið mér mjög svo á óvart undanfarin ár. Ég hef búið í minni kaupstað og svo núna stærri kaupstað. Og viti menn alstaðar sé ég spillingu. Spillingu er alstaðar að finna, vá ekki getum við verið svo blind að við sjáum það ekki. Þetta snýst mest um bæjarpólitík og hverjir eru velunnarar sitjandi bæjarstjórnar. Kom on þetta veit hvert mannsbarn. Afhverju ætti þá ekki að vera sama að segja um stjórnmálaflokkana sem að stjórna landi og þjóð í það og það skiptið.
Er ekki komin tími til að fá fólk í æðri stöður landsins, sem að getur kyngt stolti sínu og beðið um aðstoð fagfólks erlendis frá þegar á þarf að halda?
Kæri lesandi kanski eru þetta hörð orð, en kanski opnast fyrir eitthvað sem að engin hefur þorað að tala um áður. Sjáum til.
Athugasemdir
Er ekki komin tími til að fá fólk í æðri stöður landsins, sem að getur kyngt stolti sínu og beðið um aðstoð fagfólks erlendis frá þegar á þarf að halda?
Mikið er ég sammála þessu hjá þér.
Hafðu það gott ljúfan
Anna Guðný , 21.10.2008 kl. 13:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.