Eru Sjálfstæðismenn að reyna að byggja upp traust á sér sem persónu eða flokknum í heild?

Mér er hlátur í huga núna! 

Er svo komið að útvaldir refir í flokknum fara á stjá og reyna að vinna sér inn traust allmennings. Því miður þykir mér það vera orðið of seint. Enda tel ég að þetta Evrópumál sé ekki einkamál nokkurra Sjálfstæðismanna. Bara eins og með allt sem að tengist þessum flokki þá gera þeir ekki annað en að skjóta sig í fæturnar. Ég vill sko ekki fyrir mitt litla líf fá Sjálfstæðismenn til að meta stöðu okkar er varðar Evrópusambandsaðild. Ég treysti þeim ekki lengur fyrir lífi mínum og limum.

Hvað meina þeir með því að koma fram núna, eru þeir orðnir hræddir um stöðu sína, og leita til örþrifaráða. Kom on.

Ég á ekki til orð yfir þessa blessuðu vitleysu sem að er að fara að eiga sér stað.  Er ekki nóg komið af því að þessi flokkur fari frá og við fáum að velja okkur fólk en ekki fí..  ég meina flokka. Það er auðvitað gott fólk inn á milli hjá Sjálfstæðinu, en ég vil þá líka fá að velja það sjálf hverja ég vill hafa í ráðineytum og á þingi en ekki fá allt sukkið yfir mig.

Kæru stjórnendur lands og þjóðar, ég er alls ekki hlynt Evrópubandalagi. Ég vill að við tökum upp Kanadískan eða Bandarískan dollar. Hafið þið eitthvað rætt við Kanadamenn? Hvaðan komum við og hvert stefnum við? Með aðild glötum við að mér þykir ýmsum réttindum. Hvað verður þá um auðlindir okkar, fara þá ekki aðrar þjóðir að ásælast það, svo dæmi sé tekið.

Verum bara ekki háð einhverju af því að það hentar svo vel í dag. Ég segi bara áfram sjálfstæði íslands og burt með flokka pólitík.

Ég segji bara eins og gamalt máltæki sagði,

lifðu í lukku og alls ekki í krukku.


mbl.is Þrír leiða Evrópustarfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband