Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Ég segi það enn og aftur ég vil sjá okkur tengjast Kanada !

Afhverju erum við svo lokuð að skoða ekki hvort við getum ekki tekið upp Kanadískan dollar. Við eigum örugglega margt líkt með Kanadamönnum. Þeir eru örugglega ein öflugasta þjóð sem að uppi er. Þeir eru ekki að lenda í kröggum eins og margar þjóðir. Hvernig ætli stjórnar farið sé þar? Langar engan til að kynna sér það. Að taka upp dollarann og gera samninga við Kanadamenn væri ekki svo galin hugmynd, en hvers vegna er það aldrei í umræðunni? Ég hef aldrei heyrt á það minns einu orði að ræða við Kanadamenn. Ef við skoðum það við hverja var rætt, kemur aldrei upp að rætt hafi verið við þá um aðstoð á einn eða annan hátt.

Ég er sannfærð um að við ættum samleið með þeim hvað varðar efnahasstefnu landsins og gætum eflaust fengið hjálp við að byggja landið upp á nýjan leik með góðri hjálp þeirra sem að kunna að stjórna landi og þjóð.

Best að fara að kynna sér þetta betur!


Getur Alþjóðabankinn ekki sett það sem skilirði að það eigi að skipta um skipstjóra í brúnni!

 

Er þetta ekki að verða svolítið þreytandi, að skipstjórarnir í brúnni þurfi ekki að taka pokann sinn? Ég er hand viss um að við eigum til betra fólk í þessar stöður. Þ.e.a.s. þeir sem að eiga að teljast til þeirra sem að eiga að stjórna landi og þjóð. Við erum að heyra í mjög svo frambærilegu fólki koma og segja sína skoðun í sjónvarpi á ástandinu. Þetta er greinilega fólk með hugsun og þroska til að geta leiðbeint þjóðarskútunni. Því er þessu fólki ekki tekið fegins hendi og fengið til að aðstoðar?

Eins og ég heyrði sagt, því er Seðlabankastjóri ekki hagfræðingur? Nú svarið er einfalt, þetta hefur alltaf verið starf fyrir gamla forustusauði í þjóðfélaginu. Mikið hefði ég viljað sjá Davíð sem Utanríkisráðherra í Kína, Georgíu eða bara Kúbu. Bara einhver staðar nógu langt frá okkur.

Hvert haldið þið að starf Forsetisráðherra verði þegar hann kemur til með að segja af sér? Verður hann kanski næsti Seðlabankastjóri? Er það, það sem að við viljum? Hvar endar þetta eiginlega?

Á Íslandi ríkir mikil spilling, og engin þorir að segja frá henni ef hún ber á góma af hræðslu við að verða undir ef þeir segja frá. Er ekki hægt að bjóða uppá nafnleynd þegar hringt er í einhvers konar síma-línu fyrir þá sem að vilja létta á hjarta sínu, svona eins og þegar fólk getur hringt inn og sagt frá dópsölum td.?

Það er alltaf verið að beita þrýstingi á stjórnmálamenn, það er ekki neitt nýtt á Íslandi. En eru þeir nógu sterkir til að hrista þennan líð af sér?

Það þrífst allstaðar spilling, ekki bara erlendis.

Svo eru það ýmsir vankantar sem að mætti nefna í sambandi við Sjálfstæðið á Íslandi, til að mynda þá eru þessa dagana Sjálfstæðismenn að reyna að halda völdum á hinum ýmsu stöðum í þjóðfélaginu. Svo virðist sem að þeir hafi talað sín á milli um að reyna að halda velli á öllum þeim vettvangi sem að þeir telja mikilvæga. Þannig geti þeir reynt að halda sér á floti.

Ég held að það sé svo komið að þeir ætli að reyna með öllum mætti að halda fast í það sem að við hin viljum alls ekki að þeir geri, og það er að halda velli í íslenskum stjórnmálum.

Við verðum að bretta upp ermar og segja NEI TAKK EKKI MEIRA AF ÞESSU.

Fáum hæft fólk til að taka við stjórninni.


Við fáum þó snjóinn áfram, hélt að það væri búið að taka hann frá okkur líka!

Mikið var ég glöð  í morgun þegar ég leit út. Fullt af snjó. Það er alveg ljóst að það eina sem að klikkar ekki og maður getur ennþá stólað á er að það mun koma snjór hvað sem öðru líður. Snjór er td. atvinnu skapandi, það þarf að ryðja hann af götum bæjarins og svo ætti að vera hægt að renna sér á skíðum.

Það eina sem að stjórnvöld geta ekki tekið frá okkur, er veðurfarið!

 


mbl.is Mikill snjór á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kæru Íslendingar núna er stóra stundin að renna í hlaðið

Er Davíð virkilega ekki búinn að sjá að sér. Eða blessaða ríkistjórnin. Við höfum þurft að bíða í marga, marga daga eftir að fá að vita örlög okkar í stórum, stórum dráttum. Eru þið viss um að þetta sé rétt ákvörðun kæru stjórnendur þessa lands, að taka við aurum frá Bretum og ganga að skilmálum IMF? Hver eru rök ykkar eiginlega. Afhverju er allt unnið með leynd? Verða sakamenn landsins sóttir til saka eða ekki? Hvar eru svörin mín eiginlega.

 

Kæru stjórnvöld mynduð þið vilja vera svo væn að segja Davíð Oddssyni upp störfum og fara svo frá völdum. Þetta er ekki að ganga hjá ykkur.


Kolkrabbinn ?

Hversu langt mun IMF ganga til að koma skipulagi á íslenska fjármála óreiðu. Fylgir því einhverjar kvaðir um að skoðað verði hverjir  hafa staði fyrir áralangri hefð íslenskra stjórnmálaflokka um hverjir stjórni því hverjum má selja eignir ríkisins og hverjir hafa verið að hagnast til margra ára í boði stjórnmálaflokkanna. Hverjir eru smeykir við að sannleikurinn komi í ljós? Hversu djúpt eigum við að skoða stöðu okkar?

Hverjir þurfa að vera smeykir ef svo ætti að vera?

Kanski er þetta bara einn enn draumurinn sem að mig dreymdi eða hvað.

Er kolkrabbinn fallinn eins og margir hafa haldi fram? Fækkaði ekki bara öngum hans og lagðist á færri hendur en áður var?

Þegar talað er um að Ísland sé með minnst spilltu löndum í heimi langar mig að hitta það fólk sem að telur svo vera, hvar er hægt að fá svona upplýsingar og hvernig er þetta mælt eiginlega? Er notuð gamla góða reglustikan eða hvað!

Margur Íslendingurinn veit betur, en við erum svo smá að við þorum ekki að standa upp og segja skoðun okkar og segja frá sem að við vitum eða það sem að við teljum okkur vita af hræðslu við Stóra skrímslið. Margt hefur komið mér mjög svo á óvart undanfarin ár. Ég hef búið í minni kaupstað og svo núna stærri kaupstað. Og viti menn alstaðar sé ég spillingu. Spillingu er alstaðar að finna, vá ekki getum við verið svo blind að við sjáum það ekki. Þetta snýst mest um bæjarpólitík og hverjir eru velunnarar sitjandi bæjarstjórnar. Kom on þetta veit hvert mannsbarn. Afhverju ætti þá ekki að vera sama að segja um stjórnmálaflokkana sem að stjórna landi og þjóð í það og það skiptið.

Er ekki komin tími til að fá fólk í æðri stöður landsins, sem að getur kyngt stolti sínu og beðið um aðstoð fagfólks erlendis frá þegar á þarf að halda?

Kæri lesandi kanski eru þetta hörð orð, en kanski opnast fyrir eitthvað sem að engin hefur þorað að tala um áður. Sjáum til.


Eru þeir öryggir í heimalandinu?

Ég held að ég myndi ekki láta sjá mig í mínu eigin heimalandi ef að ég myndi lenda í þeirra stöðu. Við íslendingar verðum að taka okkur taki og mynda samstöðu um það hvort að við viljum virkilega hafa stjórnendur þessa lands við stjórnvölin áfram. Ég tek unir orð Hallgríms Helgasonar sem að koma í þáttinn hjá Agli. Þar segir hann meðal annars, að það á ekki að taka einhvern og leggja hann í einelti heldur taka heildina og láta hana svara til saka fyrir það sem að á okkur hefur verið lagt. Hver er ánægður með að taka afleiðingum gjörða þessara aðila? EKKI ÉG! Langar þig kæri landsmaður til að klappa á bakið á þessu fólki og segja, æ æ  þetta lagast! Og svo er það auðvitað stóra spurningin, hvar er hægt að ná í þetta velgjörðar fólk?

Farið hefði fé betur!


mbl.is Ást á milljarðamæringum kulnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband