Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Hefur þörfin minkað svona mikið!!

Hvernig er þetta allt að verða. Er ekki lengur þörf fyrir þessa þjónustu lengur? Ég væri nú glöð ef að svo væri. En þetta er alveg út í hött að fara í lokanir að þessu tagi eins og ástandið er í þjóðfélaginu núna. Er þetta ekki akkúrat það sem að við þurfum að hafa í lagi, þjónusta á geðsviði. Hvar er hægt að skera niður frekar en á þessu sviði? Það er nú það.  Verður þessu fólki ekki veitt nein þjónusta af neinu tagi, eða hver er hugmyndin með að greiða úr þörfum þessa hóps fólks? Hvar eru lausnirnar á móts við vandann? Ég held að við séum að kalla yfir okkur mikin vanda með þessari lokun. Þetta á eftir að kosta okkur eflaust meira en bara niðurskurð á þessari deild. Mér þykri alltaf verið farið af stað með lokanir án þess að huga að afleiðingum og hvernig á þá að takast á við afleiðingarnar. Eru ráðamenn að gera sér grein fyrir afleiðingum á lokunum að þessu tagi. Sjáið dæmi um lokun skurðdeildar í Keflavík, hvernig væri það ef að lokað yrði skurðdeild á Landsspítalanum, hvaða afleiðingar myndi það hafa fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins? Er líf fólks á landsbyggðinni minna virði en þeirra í höfuðborginni. Þetta er mér óskiljanlegt. Þó að ég viti að það sé verið að skera niður þar líka, þá geta þeir ekki leyft sér að loka svo mikið, eins og þeir eru að gera úti á landi.

Ég er vægast sagt mjög uggandi yfir þessu og ég óska engum þess að þurfa á þessari aðstoð að halda og fá hana ekki. Og ekki öfunda ég þá sem að þurfa að taka þessar erfiðu ákvarðanir.


mbl.is Uppsagnir á geðdeild FSA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rok, ég gæti kanski nýtt mér það og sent jólakortin með vindinum..... gleymdi nefninlega að setja jólakort til USA í póstinn.

Þetta er svona tipikal gleymska þegar maður er komin á þennan aldur er mér sagt. Ég sel það ekki dýrara en ég keypti það. Held að þetta sé allt í lagi á meðan ég gleymi ekki að taka upp jólapakkana Whistling  Þá er fyrsti skeggjaði karlinn að koma til byggða, ég sem að hélt að þetta væri bara gabb. En ég sá þá í sjónvarpinu svo að ég verð víst að trúa því að þeir séu til. Sjónvarpið lýgur aldrei.

Mikið hlakka ég til að byrja að brytja niður grænmetið í jólasúpuna. Oh hún er svo góðððð. Þetta er hefð komin frá föður ömmu minni, alveg tær snild. Enda hef ég aldrei slept því að hafa hana á aðfangadag síðan ég fór sjálf að búa. Uppskriftina fékk hún hjá konu frá Ameríku fyrir fjölda árum síðan. Og hefur þessi frábæra súpa fylgt okkur systkynunum og er hún ennþá elduð heima hjá systrum mínum og móður.

Svo þarf að gera jólaísinn, það má ekki klikka heldur. Það er ís uppskrift frá föður ömmu líka. Blessuð sé minning hennar. Ekki má gleyma að alltaf er soðið niður rauðkál sem að ég vandist hjá henni líka. Þannig að allarg gömlu hefðir ömmu varð veitast með okkur.

Best að fara að setja jólasokkinn á sinn stað, veit að ég fæ eitthvað í sokkinn, ég er búin að vera svo STILT!


Rúnar Júlíusson

Þar sem að ég er fædd og uppalin í Keflavík þá hefur þessi frábæri tónlistarmaður ekki farið framhjá mér.

Ung að árum man ég eftir að hafa hlustað á tónlist honum tengda, fyrst af tabe eða stóru spólunum með tabe bandi. Auðvitað fylgdist ég líka með þegar breyta átti og sameina suðurnesin. Ekki var mikil ánægja hjá honum með að þurfa að taka upp nanfið Reykjanesbær. Enda fastheldinn Keflvíkingur. En hans verður minnst sem ljúflings og frábærs tónlistarmanns.

Blessuð sé minning hans. Guð styrki fjölskyldu hans, vini og aðra aðstandendur.


mbl.is Rúnar var mentorinn, idolið okkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leikara landsliðið. Er ekki hægt að GEFA þeim hlutverk við hæfi!

Þetta er bara orðin ömurlegasta leiksýning sem að uppfærð hefur verið í sögunni. Hvernig dettur þessum mönnum að við getum treyst þeim?

Það er orðið svo grátlegt að við þurfum að búa við þetta. Endalausar ásakanir hingað og þangað, en engi ætlar að víkja, hvað er málið?

Þetta fólk er sko alls ekki ómissandi, við eigum sem betur fer til hæfara og heiðarlegra fólk í landinu.

Davíð Oddsson þú ert ekki GUÐ! Mér er slétt sama um það hvort þú farir aftur í stjórnmálin. Þú færð allavega ekki mitt atkvæði.

Sagan heftur sýnt það að þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur brugðist á einhvern hátt þá hefur verið hylmt yfir það, eða passað uppá það að allt deyi hægt og rólega út og engin þurfi að svara fyrir eitt eða annað. Ég mæli með að einhver taka það upp hjá sér að skoða söguna aðeins aftur fyrir aldarmótin og sjá að þetta er ekki í lausu lofti gripið.

Sagan hefur sýnt mér að þegar eitthvað hefur komið uppá borð frá þessum flokki sem að er ekki sæmandi þá líður ekki langur tími þar til að allt er gleymt og grafið. Þetta er leikurinn sem að þeir hafa leikið áður og munu gera aftur og aftur. Við megum ekki láta það gerast í þetta skiptið. Því skora ég á almenning í landinu að halda kröfum sínum áfram um að þessi lýður víkji í eitt skipti fyrir allt.


mbl.is Man ekki eftir símtali við Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband