Afhverju ætti ég að þurfa að borga fyrir það sem að ég fékk aldrei lánað!!!

Er ég í ábyrgð fyrir einhverjum skuldum erlendis? Ég hélt ekki. Hvers á ég að gjalda fyrir mistök sem aðrir gera? Ég hef nóg með að greiða fyrir mínar skuldir, að ekki verði bætt á þær það sem að aðrir eiga. Er það eðlilegt að við fólkið í landinu þurfum að greiða fyrir stórfeld mistök nokkra útvaldra íslendinga? Ég er alfarið á móti því að við beru einhverja ábyrgð á einhverjum banka reikningum erlendis sem að varða mig ekki á einn eða annan hátt. Þó svo að ég skilji viðhorf fólksins er missti fé vegna þess að ekki neitt almennilegt eftirlit var haft með bönkunum erlendis. Hverjir eiga að fylgjast með þeim og rekstri þeirra? Mér finnst að það land sem að gefi grænt ljós á að banki sé stofnaður í því landi eigi að bera ábyrgð á að rekstur þessa banka sé tryggður og eftirlit haft með honum. Ég mæli með því að ef, eða þegar bankanir verða seldir aftur að þeir verði seldir erlendum stórbönkum, ekki einhverjum klíkum hérna á Íslandi.

Kanski eru þetta óþarfa áhyggjur, þar sem að ríkisstjórnin er ekki að gera neitt í því að reyna að koma efnahag okkar í lag, hvað þá að upplýsa okkur um stöðu okkar á einn eða annan hátt. Ætti maður að geta sofið rótt í nótt og ekki haft neinar áhyggjur af atvinnu, húsnæði, skólanum og börnunum.

Við mannfólkið erum bara þannig gerð að við þrífumst ekki vel í óvissu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband