18.11.2008 | 18:06
Skreytingar í göngugötunni á Akureyri til skammar!
Ég á ekki til orð ef að þetta eru skreytingarnar sem að bærinn ætlar að hafa uppi í göngugötunni. Stjörnur nánast við annan hvern staur með stórum rauðum perum. Hver er ábyrgur fyrir þessari hörmung. Það mætti hafa glærar perur eins og er við aðalgötuna í bænum. Svo mætti setja rauðar perur í tvo efstu kúplana af fjórum við hvern ljósastaur.
Þetta gerir mann bara ennþá þyngri í skapi. Hélt að við værum með nóg af svartsýni svo að bærinn þyrfti ekki að gera okkur lífið leitt með þessari líka hrikalegri hörmung!!
Athugasemdir
Þú verður bara að fara af stað og tala við þá bænum. Spyrja þá hvort þeir séu tilbúnir að borga sálfræðitíma fyrir allt liðið?
Nei, svona í alvöru, því ekki að hafa samband við þá og spyrja hver er ábyrgur og komast svo að því hvað manneskjan var með í huga.
Endilega lofaðu okkur að fylgjast með.
Anna Guðný , 19.11.2008 kl. 14:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.