Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Skreytingar í göngugötunni á Akureyri til skammar!

Ég á ekki til orð ef að þetta eru skreytingarnar sem að bærinn ætlar að hafa uppi í göngugötunni. Stjörnur nánast við annan hvern staur með stórum rauðum perum. Hver er ábyrgur fyrir þessari hörmung. Það mætti hafa glærar perur eins og er við aðalgötuna í bænum. Svo mætti setja rauðar perur í tvo efstu kúplana af fjórum við hvern ljósastaur.

Þetta gerir mann bara ennþá þyngri í skapi. Hélt að við værum með nóg af svartsýni svo að bærinn þyrfti ekki að gera okkur lífið leitt með þessari líka hrikalegri hörmung!!


Eru Sjálfstæðismenn að reyna að byggja upp traust á sér sem persónu eða flokknum í heild?

Mér er hlátur í huga núna! 

Er svo komið að útvaldir refir í flokknum fara á stjá og reyna að vinna sér inn traust allmennings. Því miður þykir mér það vera orðið of seint. Enda tel ég að þetta Evrópumál sé ekki einkamál nokkurra Sjálfstæðismanna. Bara eins og með allt sem að tengist þessum flokki þá gera þeir ekki annað en að skjóta sig í fæturnar. Ég vill sko ekki fyrir mitt litla líf fá Sjálfstæðismenn til að meta stöðu okkar er varðar Evrópusambandsaðild. Ég treysti þeim ekki lengur fyrir lífi mínum og limum.

Hvað meina þeir með því að koma fram núna, eru þeir orðnir hræddir um stöðu sína, og leita til örþrifaráða. Kom on.

Ég á ekki til orð yfir þessa blessuðu vitleysu sem að er að fara að eiga sér stað.  Er ekki nóg komið af því að þessi flokkur fari frá og við fáum að velja okkur fólk en ekki fí..  ég meina flokka. Það er auðvitað gott fólk inn á milli hjá Sjálfstæðinu, en ég vil þá líka fá að velja það sjálf hverja ég vill hafa í ráðineytum og á þingi en ekki fá allt sukkið yfir mig.

Kæru stjórnendur lands og þjóðar, ég er alls ekki hlynt Evrópubandalagi. Ég vill að við tökum upp Kanadískan eða Bandarískan dollar. Hafið þið eitthvað rætt við Kanadamenn? Hvaðan komum við og hvert stefnum við? Með aðild glötum við að mér þykir ýmsum réttindum. Hvað verður þá um auðlindir okkar, fara þá ekki aðrar þjóðir að ásælast það, svo dæmi sé tekið.

Verum bara ekki háð einhverju af því að það hentar svo vel í dag. Ég segi bara áfram sjálfstæði íslands og burt með flokka pólitík.

Ég segji bara eins og gamalt máltæki sagði,

lifðu í lukku og alls ekki í krukku.


mbl.is Þrír leiða Evrópustarfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afhverju ætti ég að þurfa að borga fyrir það sem að ég fékk aldrei lánað!!!

Er ég í ábyrgð fyrir einhverjum skuldum erlendis? Ég hélt ekki. Hvers á ég að gjalda fyrir mistök sem aðrir gera? Ég hef nóg með að greiða fyrir mínar skuldir, að ekki verði bætt á þær það sem að aðrir eiga. Er það eðlilegt að við fólkið í landinu þurfum að greiða fyrir stórfeld mistök nokkra útvaldra íslendinga? Ég er alfarið á móti því að við beru einhverja ábyrgð á einhverjum banka reikningum erlendis sem að varða mig ekki á einn eða annan hátt. Þó svo að ég skilji viðhorf fólksins er missti fé vegna þess að ekki neitt almennilegt eftirlit var haft með bönkunum erlendis. Hverjir eiga að fylgjast með þeim og rekstri þeirra? Mér finnst að það land sem að gefi grænt ljós á að banki sé stofnaður í því landi eigi að bera ábyrgð á að rekstur þessa banka sé tryggður og eftirlit haft með honum. Ég mæli með því að ef, eða þegar bankanir verða seldir aftur að þeir verði seldir erlendum stórbönkum, ekki einhverjum klíkum hérna á Íslandi.

Kanski eru þetta óþarfa áhyggjur, þar sem að ríkisstjórnin er ekki að gera neitt í því að reyna að koma efnahag okkar í lag, hvað þá að upplýsa okkur um stöðu okkar á einn eða annan hátt. Ætti maður að geta sofið rótt í nótt og ekki haft neinar áhyggjur af atvinnu, húsnæði, skólanum og börnunum.

Við mannfólkið erum bara þannig gerð að við þrífumst ekki vel í óvissu.


Er menntun máttur

Hversu verðmæt er menntun í dag. Það er til fullt af spreng lærðu fólki sem að hefur og er að missa vinnu sína. Er næga vinnu að hafa fyrir allt þetta góða fólk? Hvar stendur samfélagið gagnvart því. Ekki er allt þetta fólk að fara af landi brott er það nokkuð? Ég hef miklar áhyggjur af þessu öfluga og góða fólki sem að er að byggja upp framtíð sína. Öll lán hafa hækkað til muna og gerir námsmönnum erfitt fyrir ofaná lagt allt annað. Hversu mikil virði er það fyrir okkur að halda áfram með allar menntastofnanir í landinu. Hefur einhver spurt sig að því? Hvað verður ef að við missum mikið af vel menntuðu fólki út úr landinu? Er hætta á að við glötum einhverri þekkingu á sér sviðum? Þetta vekur ótta minn. Hvernig er hægt að stöðva það að þekkingin fari úr landi?

dúdelídei

Jæja það verður bara að gleðjast, enda ekki að sjá að það sé nein kreppa. Ja miða við hvað íslendingar geta eitt mikið af fjármunum í egg og skyr handa þinginu......uhhh

En svona án gríns, þá held ég svei mér þá að ég fari að skoða útfluttning á íslendingum til annara landa. Getur það ekki gefið vel í aðra höndina?

www.hvert.viltu.flytja.is

nýja lenið mitt ........... eða

www.utfluttningur.a.islendingum.is

gæti líka verið gott len.

Getum við ekki bara reynt að finna nýtt land sem að á eftir að uppgvöta ennþá og byrjað nýtt líf. Við erum hvort eð er komin mörg ár aftur í tímann. Nú við erum svo heppinn að eiga skáta sem að gætu séð okkur fyrir eldi, og nóg er af iðnaðarmönnum sem að geta byggt ný hús handa okkur. Kanski við ættum samt að vera skynsöm og skilja eftir nokkrar manneskjur í landinu, nú þessa sem að vilja leika sér í mattador og þá hina sem að geta ekki búið með öðrum, öðruvísi nema að fá að stjórna og skilja eftir sig rjúkandi rústir.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband