Eru það forréttindi að búa í sveit ?

Síðasta stráiðHvernig sem að ég hugsa um þetta þá kemur alltaf upp smá vafi hjá mér. Eru það virkilega forréttindi að búa í sveit í dag ? Jú eflaust í sumum tilfellum, en alveg örugglega ekki í öllum. Hverjir eiga býlin í dag ? Jú, það eru bændur sem að búa sjálfir á jörðum sínum. Eru það bændur sem að safna að sé jörðum og búa svo ekki sjálfir á þeim? Eru það forréttindi að fá að búa á jörðum annara? Það er alltaf spurning. Hvað knýr fólk áfram til að sinna búum fyrir aðra, ef að ekki eru góð laun og önnur hlunnindi? Eiga bændur að selja auðmönnum þekkingu sína, sem að koma þeirri þekkingu til ódýrs vinnuafls? Þessi mál virðast fara hægt um og ekki mikið í ummræðunni þessa dagana. En hvað er að gerast í kringum okkur, eru stórkaupmenn að eigna sér allar auðlindir landsins? Hvað verður um bóndann sem að selur hluta af landi sínu til handa öðrum aðila. Er mikið um að bændur selji auð sinn til annars aðila og ætlar að lifa af gróðanum það sem að eftir er? Hvað verður um bóndann þegar allt er uppurið, á hverju ætlar hann að lifa. Er það gott fyrir land og þjóð að móta skoðanir eftir að í óefni er komið. Það er umhugsunar vert að virða fyrir sér þá litlu umræðu sem að á sér stað núna um náttúru landsins og þau gríðalegu jarðakaup sem að eiga sér stað. Vill engin vita hvað verður gert við jarðirnar, eða má ekki tala um það? Ég hræðist virkjanir og alla þá strengi sem að fylgja með. Strengina sem að bæði verða sýnilegir og svo þá sem að verða ekki sjáanlegir.Afhverju erum við svona sofandi yfir því sem að er að gerats í landinu. Hefur fólk kanski of mikið á sinni könnu til að geta sýnt sig og sagt skoðanir sínar á því sem að er að gerast í litla landinu okkar? Hvað má segja og hvað má ekki tala um þegar kemur að umræðu um land og þjóð. Það er stóra spurningin. Höfundur er lesblindur.


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband