Heyrt í sveitinni um virkjun eina

Það væri gaman að vita hvers vegna sífla nokkur í þessari annars ágætu sveit brast í miklum rigningum þann 21 des 2006. Ýmsar skoðanir eru á því hvers vegna hún brást, eru á kreiki. Ein hljóðar svona, að skriða hafi fallið fram úr fjalli innalega í dalnum og valdi þessum skaða á virkjuninni. Það var spáð mikilli úrkomu og því hefði ég talið að stjornendur þessara stöðvar hefðu getað séð það fyrir að það þyrfti að fylgjast með yfirfalli í lóninu.  Þá spyr maður hvað átti þá þetta urð og grjót að gera til að valda þessum hamförum sem að áttu sér stað í sveitinni. Afhverju eru þessi mál ekki rædd, þannig að fólk sé ekki að geta sér til um tildrög þessa. Hver vill taka það að sér að skoða svona hluti? Það er alveg ljóst að það má ekki hafa hátt um svona hluti í litlum samfélögum. Ein stífla brestur og afleiðingar hennar eru skelfilegar. Mikið land fór illa, þar á meðal land ofna við Melgerðismela. Fyrir utan það að fjörðurinn varð eins og ólgandi haf þegar stíflan brast. Hver var að fylgjast með stíflunni? Hver átti að vera að fylgjast með henni ? Ég get þó sagt ykkur það, að ég var að fara inn á Akureyri þennan skelfilega morgun, þar sem að ég gat ekki hugsað mér að halda til heima fyrir vegna þess að næsti bær við mig varð fyrir því óláni að aurskriða féll á hann, og viti menn það munaði einhverjum sekúndum að ég væri stödd þar sem að vegurinn fór í sundur við Melana. Það sem að gerðist hérna er lítið miða við það sem að gæti gerst annars staðar miða við stærð. Mig langar mikið til að vita hvort að eintthvert reynsluleysi sé um að kenna hvað varðar það að ný stífla bresti með þssum hætti.

Já það verður víst hver að dæma fyrir sig.

Njótið helgarinnar.  Binna (Ég er lesblind)21 des 2007 Djúpadalsá


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband